Viðverusamtalið
Á þessu námskeiði verður farið yfir leiðir sem auðvelda stjórnendum að takast faglega á við þetta verkefni og verður m.a. farið yfir hvaða spurninga má spyrja og hvernig best er að bera sig að. Um er að ræða verkfæri sem er liður í stefnu vinnustaðarins varðandi velferð og fjarvistir. Verkfærið nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnastarf á vinnustöðum.
Markmiðið með samtalinu er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Stjórnandi þarf að vita hverju þarf að breyta og ná samkomulagi við starfsmanninn um hvernig breytingarnar eiga sér stað. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti o.fl. sem geta haft áhrif á líðan hans.
Á námskeiðinu verður farið í samtalstækni en í gegnum samtalið fara þau skilaboð sem við sendum frá okkur og við skiljum annað fólk. Samtalstækni fjallar um nokkur atriði, í fyrsta lagi virka hlustun þ.e. að vera viss um að maður heyri og skilji rétt, og ef maður er ekki viss að spyrja þá spurninga. Þekking á tegundum spurninga er lykilatriði þegar kemur að samtölum. Annar hluti samtalstækninnar er að átta sig á tilfinningum fólks. Þegar unnið er með tilfinningar og skilning er mikilvægt að geta sýnt skilninginn eða látið hann heyrast. Mikilvægt er að taka eftir því sem viðmælandinn segir ekki, t.d. með því að fylgast með innihaldi, rödd og líkamsmáli þess sem talar. Það hvernig hlutirnir eru sagðir er jafn mikilvægt og það sem sagt er.
Samtalstækni er tiltölulega auðvelt að þjálfa og allir geta stóraukið árangur sinn í þessari tækni. Á námskeiðinu taka þátttakendur þátt í hagnýtum æfingum auk þess sem farið verður í samtalsrammann og gerð áætlunar.
Tilgangur viðverusamtals:
- Draga úr fjarveru
- Finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á
- Breyta menningu á vinnustað varðandi fjarvistir
- Að á vinnustað sé gætt jafnræðis meðal alls starfsfólks
- Mismunandi tegundir af spurningum
- Samkennd, virk hlustun
- Líkamstjáning og raddblær
- Að búa til ramma fyrir samtalið
- Að gera áætlun og fylgja henni eftir
- Fyrirlestur
- Umræður
- Verkefni
Lengd:
Námskeiðið er 3,5 klst. að lengd.
Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Námskeiðið er 3,5 klst. að lengd.
Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.