18.000 kr.

Viðverusamtalið

Námskeið fyrir stjórnendur

Lengd:

3 klst.

Námskeiðslýsing

Viðverusamtal er verkfæri sem nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnarstarf á vinnustöðum. Tilgangur viðverusamtals er m.a. að draga úr fjarveru, finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á, breyta menningu á vinnustað er kemur að fjarvistum og tryggja samræmd vinnubrögð.
 
Markmiðið með viðverusamtali er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti og fleiri atriði sem geta haft áhrif á líðan starfsmannsins. 
 
Á námskeiðinu er m.a. farið í samtalstækni í viðverusamtali. Þátttakendur taka þátt í hagnýtum æfingum auk þess sem farið er í samtalsrammann og gerð áætlunar.

Leiðbeinandi

Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Ávinningur viðverusamtala
  • Mismunandi tegundir af spurningum
  • Samkennd og virk hlustun
  • Að búa til ramma fyrir samtalið
  • Að gera áætlun og fylgja henni eftir

Ávinningur

  • Samræmdir vinnuferlar
  • Aukin vellíðan starfsmanna
  • Skýrt verklag um tilkynningu fjarvista
  • Gripið er inn í markvisst
  • Tíðum fjarvistum er fylgt eftir

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Verkefni
Viðverusamtalið Námskeið fyrir stjórnendur Lengd: 3 klst. Námskeiðslýsing Viðverusamtal er verkfæri sem nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnarstarf á vinnustöðum. Tilgangur viðverusamtals er m.a. að draga úr fjarveru, finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á, breyta menningu á vinnustað er kemur að fjarvistum og tryggja samræmd vinnubrögð.   Markmiðið með viðverusamtali er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti og fleiri atriði sem geta haft áhrif á líðan starfsmannsins.    Á námskeiðinu er m.a. farið í samtalstækni í viðverusamtali. Þátttakendur taka þátt í hagnýtum æfingum auk þess sem farið er í samtalsrammann og gerð áætlunar. Leiðbeinandi Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun Meðal þess sem er tekið fyrir: Ávinningur viðverusamtala Mismunandi tegundir af spurningum Samkennd og virk hlustun Að búa til ramma fyrir samtalið Að gera áætlun og fylgja henni eftir Ávinningur Samræmdir vinnuferlar Aukin vellíðan starfsmanna Skýrt verklag um tilkynningu fjarvista Gripið er inn í markvisst Tíðum fjarvistum er fylgt eftir Kennsluaðferðir Fyrirlestur Umræður Verkefni
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram