Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

Ingrid átti sæti í verkefnastjórn Hins gullna jafnvægis, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup um að samræma betur vinnu og einkalíf frá 2000-2001. Hún sat einnig í verkefnastjórn átaksverkefnisins Konur til forystu um jafnara náms- og starfsval kynjanna og er einn af höfundum bæklingsins Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði, sem kom út árið 2001. Ingrid var Affiliate Representative Educator hjá European Management Assistants Europe (EUMA) frá 2004-2013. Hún átti sæti í fræðslunefnd Félags kvenna í atvinnurekstri frá 2005-2007 og var formaður nefndarinnar árið 2006-2007. Hún sat í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra frá 2010-2012 og var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá 2010-2011. Hún átti sæti í stjórn Lífs styrktarfélags frá 2009-2014 og kom aftur inn í stjórn sem formaður 2019 en tilgangur félagsins er að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Ingrid er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð sem stofnað var 2017. Hún er í baráttuhópnum París 1,5 en markmið hans er að tryggja að Ísland geri sitt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu. Hún var tengiliður Íslands við ENPP (European Network of Positive Psychology) frá 2018-2022 og sat í stjórn Félags um jákvæða sálfræði frá 2018 til 2022.
 
Ingrid er ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Frá 2005-2015 var hún ritstjóri tímaritsins Impetus sem Félag aðstoðarmanna forstjóra (EUMA – European Management Assistants) á Íslandi gefur út. Hún er einnig meðhöfundur bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra ásamt Unni Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildi Sigurðardóttur.
Image

Ingrid Kuhlman

Þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri
ingrid@thekkingarmidlun.is
  
s. 892 2987