Um Þekkingarmiðlun


Þekkingarmiðlun var stofnað í byrjun ársins 2002 af Eyþóri Eðvarðssyni og Ingrid Kuhlman. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði. Það er gert m.a. með námskeiðum, þjálfun, fyrirlestrum og einkaþjálfun. 


Boðið er annarsvegar upp á námskeið fyrir hópa og vinnustaði þar sem tekið er mið af aðstæðum, sérþörfum og óskum þeirra. Hinsvegar er boðið upp á opin námskeið sem allir geta skráð sig á. 


Sérfræðingar Þekkingarmiðlunar hafa mikla reynslu af námskeiða- og fyrirlestrahaldi bæði hérlendis og erlendis. Fjöldi innlendra sérfræðinga er á skrá hjá Þekkingarmiðlun og taka þeir að sér sérhæfð og krefjandi verkefni. 


 Þekkingarmiðlun hefur komið að stórum og smáum verkefnum hjá flestum stærstu fyrirtækjum landsins.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |