18.000 kr.

Ráðningar

Námskeið fyrir stjórnendur

Lengd:

6 klst. Hægt er að skipta því í tvo hluta.

Námskeiðslýsing

Margar leiðir eru færar til að velja rétta starfsfólkið og lykilspurningin í ráðningarferlinu er því hvernig eigi að finna þann einstakling sem mun koma til með að standa sig best við að uppfylla þær kröfur sem starfið gerir til hans. Mikilvægt er að vanda vel til verksins því ef ekki er vel að málum staðið sitja allir uppi með afleiðingarnar. Starfsmaðurinn fer flótlega að upplifa óánægju vegna þess að starfið hentar ekki og ergelsi kemur fram hjá samstarfsfólki.

Rétt fólk í réttum stöðum tryggir minni fjarvistir og minni starfsmannaveltu auk þess sem starfsmenn verða ánægðari í starfi, sem leiðir aftur til aukinnar ánægju viðskiptavina og aukinnar arðsemi vinnustaðarins.

En hvernig á að finna þann hæfasta? Rannsóknir hafa sýnt að hefðbundnar leiðir eins og óformleg viðtöl og meðmælabréf eru ekki góð tæki til að spá fyrir um frammistöðu starfsmanns. Betri og ítarlegri aðferðir sem meta hæfileika og eiginleika starfsmanna og gefa gott forspárgildi um væntanlega frammistöðu eru t.d. hæfnismiðstöð (e. Assessment Center), persónuleikapróf og hegðunartengd ráðningarviðtöl.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriðin varðandi ráðningar þ.e. starfsgreiningu, leit að umsækjendum, forval, ráðningarviðtalið og ákvörðunartökuna sjálfa. Fjallað er um aðferðafræðina í viðtalinu sjálfu, undirbúninginn, samtalstækni og spurningar. Sérstök áhersla er lögð á að ráðningaraðili komist að því á áreiðanlegan hátt hvernig umsækjandi hefur staðið sig á þeim þáttum sem skipta máli varðandi árangur í því starfi sem ráðið er í. Farið er yfir helstu mistök í ráðningarviðtölum eins og ályktunarvillur. Þátttakendur fá ítarlega þjálfun í framkvæmd ráðningarviðtala.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja ná meiri árangri í ráðningum.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Ráðningarferlið
  • Spurningatækni
  • Hegðunareinkenni
  • Samtalstækni
  • Að velja þann hæfasta

Ávinningur

  • Markvissari ráðningar
  • Meiri árangur í ráðningarviðtalinu
  • Minni starfsmannavelta
  • Minni fjarvistir

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar
  • Virk þátttaka
Ráðningar Námskeið fyrir stjórnendur Lengd: 6 klst. Hægt er að skipta því í tvo hluta. Námskeiðslýsing Margar leiðir eru færar til að velja rétta starfsfólkið og lykilspurningin í ráðningarferlinu er því hvernig eigi að finna þann einstakling sem mun koma til með að standa sig best við að uppfylla þær kröfur sem starfið gerir til hans. Mikilvægt er að vanda vel til verksins því ef ekki er vel að málum staðið sitja allir uppi með afleiðingarnar. Starfsmaðurinn fer flótlega að upplifa óánægju vegna þess að starfið hentar ekki og ergelsi kemur fram hjá samstarfsfólki. Rétt fólk í réttum stöðum tryggir minni fjarvistir og minni starfsmannaveltu auk þess sem starfsmenn verða ánægðari í starfi, sem leiðir aftur til aukinnar ánægju viðskiptavina og aukinnar arðsemi vinnustaðarins. En hvernig á að finna þann hæfasta? Rannsóknir hafa sýnt að hefðbundnar leiðir eins og óformleg viðtöl og meðmælabréf eru ekki góð tæki til að spá fyrir um frammistöðu starfsmanns. Betri og ítarlegri aðferðir sem meta hæfileika og eiginleika starfsmanna og gefa gott forspárgildi um væntanlega frammistöðu eru t.d. hæfnismiðstöð (e. Assessment Center), persónuleikapróf og hegðunartengd ráðningarviðtöl. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriðin varðandi ráðningar þ.e. starfsgreiningu, leit að umsækjendum, forval, ráðningarviðtalið og ákvörðunartökuna sjálfa. Fjallað er um aðferðafræðina í viðtalinu sjálfu, undirbúninginn, samtalstækni og spurningar. Sérstök áhersla er lögð á að ráðningaraðili komist að því á áreiðanlegan hátt hvernig umsækjandi hefur staðið sig á þeim þáttum sem skipta máli varðandi árangur í því starfi sem ráðið er í. Farið er yfir helstu mistök í ráðningarviðtölum eins og ályktunarvillur. Þátttakendur fá ítarlega þjálfun í framkvæmd ráðningarviðtala. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja ná meiri árangri í ráðningum. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun Meðal þess sem er tekið fyrir: Ráðningarferlið Spurningatækni Hegðunareinkenni Samtalstækni Að velja þann hæfasta Ávinningur Markvissari ráðningar Meiri árangur í ráðningarviðtalinu Minni starfsmannavelta Minni fjarvistir Kennsluaðferðir Fyrirlestur Umræður Æfingar Virk þátttaka
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram