Samskipti og vellíðan á vinnustað

Starfsánægja er eitt af því sem mest máli skiptir á vinnustöðum. Hún smitar útfrá sér og skapar góðan starfsanda. Nokkur atriði hafa mikil áhrif á starfsánægju einstaklinga.

Sem dæmi þá virðist skipta miklu máli vita hvað maður á að gera. Annað er að einstaklingar viti hvernig þeir standa sig. Félagslegi þátturinn er einnig mikilvægur því að einstaklingur sem upplifir sig ekki sem hluta af heildinni er ólíklegur til að upplifa mikla starfsánægju. Það er fjölmargt sem hægt er að gera til að auka vellíðan á vinnustað og margt af því verður ekki keypt með peningum. En mikilvægt er að huga að því að hver og einn verður fyrst og fremst að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ábyrgð allra í samskiptum er mikilvæg því líðan annarra hefur áhrif á okkur. Þannig getur slæmur nætursvefn eins eyðilagt daginn fyrir öllum hinum. Starfsandi og starfsánægja er fjöregg hvers einasta vinnustaðar og mikilvægt að hlúa vel að þeim málum. 

Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvað fræðimenn hafa verið að segja um starfsánægjuna og hvernig best sé að hlúa að starfsánægju á vinnustað.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun