Áföll og afleiðingar þeirra

Flest okkar verða fyrir alvarlegu áfalli á lífsleiðinni, svo sem ástvinamissi, slysi, alvarlegum veikindum og ofbeldi - en hvaða afleiðingar geta slíkir atburðir haft á andlega og líkamlega heilsu okkar? Hvernig getum við veitt þeim stuðning sem eru að ganga í gegnum sorg og jafna sig eftir áföll? 

Í erindinu verður farið yfir þekktar afleiðingar áfalla, einkum áfallastreitu. Enn fremur verður rætt um áhættuþætti fyrir þau vandamál sem geta þróast í kjölfar áfalla og þá þætti sem sýnt hefur verið fram á að séu verndandi fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar eftir áföll.   

Fyrirlesari: Dr. Edda B. Þórðardóttir. Edda Björk er nýdoktor í lýðheilsuvísindum við læknadeild Háskóla Íslands og sinnir kennslu við þá stofnun. Hún er einnig með bakgrunn í sálfræði. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða og hefur hún haldið fjölmörg erindi bæði á innlendum og erlendum ráðstefnum tengt á því sviði. Edda er einn stofnenda vefsíðunnar Heilsan okkar.