18.000 kr.

Aukin gleði og lífsgæði í samstarfi við Gleðismiðjuna

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Lengd:

30-60 mín.

Námskeiðslýsing

Þekkingarmiðlun hefur hafið samstarf við Gleðismiðjuna sem sérhæfir sig í að auka gleði og lífsgæði hjá hópum og einstaklingum.

Gleðismiðjan býður upp á 30-60 mínútna tíma sem eru meðal annars samsettir úr hláturjóga, einstaklings- og hópeflisæfingum, einföldum leikjum og öndunar- og núvitundaræfingum.

Tímarnir eru lagaðir að stærð, gerð og þörfum hvers hóps fyrir sig.

Leiðbeinendurnir, Finnbogi Þorkell og Þorsteinn Gunnar, eru báðir lærðir leikarar, jógakennarar, hláturjógaleiðbeinendur og hafa áralanga reynslu af kennslu og hópavinnu.

Þeir mæta á svæðið og taka að sér allar gerðir af hópum. Tímarnir eru fyrst og fremst byggðir á viðamikilli reynslu þeirra og því sem þeir hafa séð að virki vel þegar efla þarf gleði og stemmningu hjá hópum og einstaklingum.

Í Gleðismiðjunni eru kenndar æfingar sem losa um streitu, kvíða og neikvæðar tilfinningar. Þátttakendur fá "gjafir" í formi einfaldra æfinga sem þeir geta æft sig á heima og miðlað til vina og fjölskyldu. Markmið æfinganna er að hver og einn einstaklingur finni tengingu við sína eigin innri gleði, hamingju og sköpunarkraft. 

Leiðbeinendur eru Þorsteinn Gunnar Bjarnason og Finnbogi Þorkell Jónsson.

Image
Þorsteinn Gunnar Bjarnason er lærður kvikmyndagerðarmaður, leikari, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hann hefur um árabil starfað við kennslu, kvikmyndagerð og leiklist. Ásamt reglulegri hugleiðslu, jógaástundun og heilbrigðum lífsstíl er Þorsteinn einlægur áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Árið 2019 fann Þorsteinn hjá sér löngun til að nýta reynslu sína og þekkingu á hópavinnu með fólki á öllum aldri og í samvinnu við Finnboga varð Gleðismiðjan til. Frá upphafi hefur markmið hennar verið einfalt; að auka gleði og lífsgæði hjá hópum og einstaklingum.
Image

Finnbogi Þorkell Jónsson hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum við alls kyns aðstæður. Hann er lærður leikari, leikskáld, leiðsögumaður, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Auk þess hefur hann starfað við kennslu og framleiðslu leikverka. Hann er líkt og Þorsteinn mikill áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Með þessa fjölbreyttu reynslu í farteskinu og ástríðu fyrir að vinna með fólki og miðla góðum sögum og gleði spratt upp hugmyndin að Gleðismiðjunni árið 2019.

Aukin gleði og lífsgæði í samstarfi við Gleðismiðjuna Námskeið fyrir vinnustaðinn Lengd: 30-60 mín. Námskeiðslýsing Þekkingarmiðlun hefur hafið samstarf við Gleðismiðjuna sem sérhæfir sig í að auka gleði og lífsgæði hjá hópum og einstaklingum. Gleðismiðjan býður upp á 30-60 mínútna tíma sem eru meðal annars samsettir úr hláturjóga, einstaklings- og hópeflisæfingum, einföldum leikjum og öndunar- og núvitundaræfingum. Tímarnir eru lagaðir að stærð, gerð og þörfum hvers hóps fyrir sig. Leiðbeinendurnir, Finnbogi Þorkell og Þorsteinn Gunnar, eru báðir lærðir leikarar, jógakennarar, hláturjógaleiðbeinendur og hafa áralanga reynslu af kennslu og hópavinnu. Þeir mæta á svæðið og taka að sér allar gerðir af hópum. Tímarnir eru fyrst og fremst byggðir á viðamikilli reynslu þeirra og því sem þeir hafa séð að virki vel þegar efla þarf gleði og stemmningu hjá hópum og einstaklingum. Í Gleðismiðjunni eru kenndar æfingar sem losa um streitu, kvíða og neikvæðar tilfinningar. Þátttakendur fá "gjafir" í formi einfaldra æfinga sem þeir geta æft sig á heima og miðlað til vina og fjölskyldu. Markmið æfinganna er að hver og einn einstaklingur finni tengingu við sína eigin innri gleði, hamingju og sköpunarkraft.  Leiðbeinendur eru Þorsteinn Gunnar Bjarnason og Finnbogi Þorkell Jónsson. Þorsteinn Gunnar Bjarnason er lærður kvikmyndagerðarmaður, leikari, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hann hefur um árabil starfað við kennslu, kvikmyndagerð og leiklist. Ásamt reglulegri hugleiðslu, jógaástundun og heilbrigðum lífsstíl er Þorsteinn einlægur áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Árið 2019 fann Þorsteinn hjá sér löngun til að nýta reynslu sína og þekkingu á hópavinnu með fólki á öllum aldri og í samvinnu við Finnboga varð Gleðismiðjan til. Frá upphafi hefur markmið hennar verið einfalt; að auka gleði og lífsgæði hjá hópum og einstaklingum. Finnbogi Þorkell Jónsson hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum við alls kyns aðstæður. Hann er lærður leikari, leikskáld, leiðsögumaður, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Auk þess hefur hann starfað við kennslu og framleiðslu leikverka. Hann er líkt og Þorsteinn mikill áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Með þessa fjölbreyttu reynslu í farteskinu og ástríðu fyrir að vinna með fólki og miðla góðum sögum og gleði spratt upp hugmyndin að Gleðismiðjunni árið 2019.
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram