Rugl og vitleysisgangur samstarfsmannanna

Flestir halda að hin vitiborni samstarfsmaður sé skynsamur en það er fjarri lagi. Heilinn í honum (eins og í okkur) er gallaður og framleiðsluvillurnar margar. Tilfinningarnar afvegaleiða okkur og einfaldar hugsanavillur geta slegið okkur út af laginu eins og hörmungahyggjan þ.e. að allt sé að fara til fjandans.

Bjartsýnisbölið er ekki skárra þ.e. að halda að glasið sé enn hálf fullt þótt búið sé að tæma helminginn...!  Við getum lagað sumt af þessu sjálf en sumir vilja bara ekki „lagast“.  

Í þessum snarpa fyrirlestri er farið yfir hugsanavillur og vitleysisgang fólksins í speglinum. Fjallað er um nöldrarann, vitringinn, einræðisherrann og fleiri erfiðar týpur á mjög leikrænan og skemmtilegan hátt.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun