Að vakna með ljótuna

Það kannast flestir við það þegar dagurinn byrjar illa. Við sjáum suma morgna, við fyrstu skoðun í spegli, að dagurinn á eftir að vera ömurlegur. Hvað er það sem við sjáum? Hvernig vitum við framhaldið? Og hvers vegna hverju látum við orðaval fólks breyta því hvernig okkur líður? Hvað getum við gert til að breyta atburðarásinni?  

Fyrirlesturinn gefur okkur hugmyndir og tækni til að losna úr neikvæðu hringiðunni og breyta ferlinu okkur í hag.  Við notum skopskynið, jákvæðni og breytt hugarfar til að halda okkur á beinu brautinni.  

Fyrirlesari: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Hún er með próf í mannauðsstjórnun frá Gautaborg og starfaði sem starfsmannastjóri um árabil, m.a. hjá Dominos. Hún er í dag leiðsögumaður og fyrirlesari.