Þrautreyndar stjórnunaraðferðir
Námskeið fyrir stjórnendur
6 klst. að lengd. Hægt er að skipta því í tvo hluta.
Námskeiðslýsing
Stjórnun starfsmanna er einn veigamesti þátturinn í árangri vinnustaðarins. Vægi stjórnunar er að aukast og áskoranir stjórnenda eru margar. 
Fjöldi kenninga er til um áhrifaríka stjórnun. Ein lífseigasta þeirra er kenningin um aðstæðubundna stjórnun eftir Hersey & Blanchard frá árinu 1969 en hún er notuð í stjórnendaþjálfun um allan heim. Styrkleiki kenningarinnar liggur í einfaldleikanum og áherslunni sem lögð er á hlutverk náms. Samkvæmt kenningunni hafa aðstæður stjórnanda og starfsmanns áhrif á hvaða stjórnunarstíl sé best að beita. Stundum þarf að taka fast í taumana, stundum fær starfsmaður lausan tauminn og í önnur skipti er nóg að ræða málin. Allt ræðst þetta af aðstæðunum hverju sinni og því verður stjórnandi að vera vakandi fyrir því hversu mikið hann skiptir sér af starfsmanninum.
Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk og ábyrgð stjórnandans. Þátttakendur svara spurningalista sem segir til um stjórnunarstíl þeirra. Farið er í hlutverkaþjálfun þar sem mismunandi stjórnunarstílar eru æfðir eins og að beita mikilli stýringu, ráðgefandi stjórnunarstíl og felandi stjórnunarstíl (e. delegation). Stuðst er við dæmi sem þátttakendur eru að glíma við í daglegu starfi.
 
Námskeiðið hentar öllum þeim stjórnendum sem vilja styrkja sig í starfi og taka þátt í uppbyggilegri umræðu um hlutverk stjórnenda.
Fjöldi kenninga er til um áhrifaríka stjórnun. Ein lífseigasta þeirra er kenningin um aðstæðubundna stjórnun eftir Hersey & Blanchard frá árinu 1969 en hún er notuð í stjórnendaþjálfun um allan heim. Styrkleiki kenningarinnar liggur í einfaldleikanum og áherslunni sem lögð er á hlutverk náms. Samkvæmt kenningunni hafa aðstæður stjórnanda og starfsmanns áhrif á hvaða stjórnunarstíl sé best að beita. Stundum þarf að taka fast í taumana, stundum fær starfsmaður lausan tauminn og í önnur skipti er nóg að ræða málin. Allt ræðst þetta af aðstæðunum hverju sinni og því verður stjórnandi að vera vakandi fyrir því hversu mikið hann skiptir sér af starfsmanninum.
Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk og ábyrgð stjórnandans. Þátttakendur svara spurningalista sem segir til um stjórnunarstíl þeirra. Farið er í hlutverkaþjálfun þar sem mismunandi stjórnunarstílar eru æfðir eins og að beita mikilli stýringu, ráðgefandi stjórnunarstíl og felandi stjórnunarstíl (e. delegation). Stuðst er við dæmi sem þátttakendur eru að glíma við í daglegu starfi.
Námskeiðið hentar öllum þeim stjórnendum sem vilja styrkja sig í starfi og taka þátt í uppbyggilegri umræðu um hlutverk stjórnenda.
Leiðbeinandi
Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Meðal þess sem er tekið fyrir:
- Stjórnunarstílar og hlutverk stjórnandans.
 - Hvatning og starfsánægja.
 - Stjórnandinn sem fyrirmynd.
 - Frammistöðusamtöl og að veita endurgjöf á frammistöðu.
 
Ávinningur
- Innsýn í eigin stjórnunarstíl.
 - Þekking á góðri hagnýtri kenningu til að lesa í aðstæður.
 - Færni í að beita mismunandi stjórnunarstílum.
 - Betri samtalstækni og lipurð og öryggi í samskiptum.
 
Kennsluaðferðir
- Verkefni.
 - Fyrirlestrar.
 - Hæfnisþjálfun.
 - Umræður.
 

