Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir er jógakennari, sjúkraþjálfari og tölvunarfræðingur að mennt. Hún lauk jógakennaranámi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar 2007, tölvunarfræði frá HR 2004 og sjúkraþjálfun frá HÍ 1991. 

Undanfarin 10-12 ár hefur hún kennt leikfimi hjá Gigtarfélaginu, en kennir nú jóga í félagsmiðstöðinni í Hvassaleiti 56-58. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið um streitu og slökun, mikilvægi hreyfingar, að komast í form eftir barnsburð, ungbarnanudd og einnig verið með bakskóla. 

Hún hefur stundað jóga sjálf með hléum í mörg ár, mest úti í náttúrunni undanfarið ár, og segir að náttúran sé tilvalinn staður sem gefur kyrrð og endurnæringu í sjálfu sér. 

Image