Óvæntur ávinningur truflana

Ef dagatalið þitt er fullt af endalausum fundum og verkefnum sem eru að renna út á tíma upplifir þú líklega að búið sé að ráðstafa hverri einustu sekúndu. 

Þegar þú færð svo loksins klukktíma eða jafnvel tvo þar sem þú nærð fullkominni einbeitingu er það síðasta sem þú vilt að láta truflast af samstarfsmanni með spurningu um hvernig þér hafi fundist síðasti þátturinn af sjónvarpsþættinum sem allir eru að horfa á.  

Eins pirrandi og þessar truflanir geta verið geta þær í raun stuðlað að aukinni starfsánægju og vellíðan starfsmanna samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð við háskolann í Cincinatti.

Rannsakendur fylgdust með 111 starfsmanni í fullu starfi tvisvar á dag í þrjár vikur og spurðu þá um upplifun þeirra í starfi, þar á meðal hvort þeir yrðu fyrir truflunum, hvort þeir væri andlega þreyttir og að hve miklu leyti, hvort þeim fyndist þeir tilheyra og hversu ánægðir þeir væru með starf sitt. 

Niðurstöðurnar benda til þess að truflanir geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan og dregið úr starfsánægju. En þær sýna einnig að þessar örfáu mínútur sem er varið í samskipti geta aukið tilfinningu starfsmanna um að tilheyra, sem getur aftur leitt til aukinnar starfsánægju.

Fræðimenn hafa lengi sagt okkur að tilfinningin um að tilheyra sé mikilvæg fyrir bæði andlega og líkamlega vellíðan. Þegar við tilheyrum upplifum við að fólk taki eftir okkur auk þess að við upplifum tengsl, stuðning og stolt af því sem við erum að gera. Því meira einangruð og ótengd okkur finnst við vera, þeim mun minni eru afköstin og helgun í starfi. 

Næst þegar þú dregst inn í samtal um vinsælan sjónvarpsþátt eða verður fyrir truflun af vinnufélaga sem langar að sýna þér nýjustu myndirnar af börnunum sínum er gott að líta á það sem tækifæri til að styrkja tengslin við samstarfsmenn þína.

Rannsakendur fylgdust með 111 starfsmanni í fullu starfi tvisvar á dag í þrjár vikur og spurðu þá um upplifun þeirra í starfi, þar á meðal hvort þeir yrðu fyrir truflunum, hvort þeir væri andlega þreyttir og að hve miklu leyti, hvort þeim fyndist þeir tilheyra og hversu ánægðir þeir væru með starf sitt. 

Niðurstöðurnar benda til þess að truflanir geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan og dregið úr starfsánægju. En þær sýna einnig að þessar örfáu mínútur sem er varið í samskipti geta aukið tilfinningu starfsmanna um að tilheyra, sem getur aftur leitt til aukinnar starfsánægju.

Fræðimenn hafa lengi sagt okkur að tilfinningin um að tilheyra sé mikilvæg fyrir bæði andlega og líkamlega vellíðan. Þegar við tilheyrum upplifum við að fólk taki eftir okkur auk þess að við upplifum tengsl, stuðning og stolt af því sem við erum að gera. Því meira einangruð og ótengd okkur finnst við vera, þeim mun minni eru afköstin og helgun í starfi. 

Næst þegar þú dregst inn í samtal um vinsælan sjónvarpsþátt eða verður fyrir truflun af vinnufélaga sem langar að sýna þér nýjustu myndirnar af börnunum sínum er gott að líta á það sem tækifæri til að styrkja tengslin við samstarfsmenn þína.

Greinarhöfundur: Ingrid Kuhlman