Lærdómur af bestu fyrirtækjum heims

Í þessum 60 mínútna fyrirlestri er farið yfir tvær af þekktustu bókum stjórnunarfræðanna sem byggja á langtímarannsóknum og greiningum á farsælum fyrirtækjum og hvað það er sem aðskilur þau frá fyrirtækjum sem ekki ná þeim hæðum. Um er að ræða bækurnar Build to Last og Good to Great eftir Jim Collins.

Báðar bækurnar greina frá afar metnaðarfullum rannsóknum þar sem yfir 20 manna rannsóknarteymi skoðaði hvað aðgreinir þá bestu frá þeim góðu. Í báðum tilvika spannaði rannsóknarferlið nokkur ár og var gríðarlega viðamikið en safnað var öllum þeim gögnum sem fyrir fundust um fyrirtækin, útgefnum skýrslum, blaða- og tímaritagreinum, myndklippum, viðtölum, bókum og yfirhöfuð öllum tiltækum gögnum.

Bækurnar hafa verið á metsölulistum yfir stjórnunarbækur frá því þær komu út og hafa verið kveikjan að fjölda annarra bóka sem byggja á niðurstöðum þeirra.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun