Í gegnum brimskaflinn

Það er margt sem geri Veigu Grétarsdóttur að einstakri manneskju. Hún hætti að lifa sem karlmaður, leiðrétti kyn sitt og fór að lifa sem konan sem hún hafði allltaf verið. Hún reri síðan rangsælis á kajak umhverfis landið á móti ríkjandi straumnum og vindi.

Hún varð þar með ekki aðeins fyrsta íslenska konan til að róa hringinn í kringum landið heldur einnig fyrsta transkonan í heiminum til að vinna slíkt þrekvirki. Fyrir utan átökin við náttúruöflin, brimið, hvalina, refina og jökulárnar, tókst Veiga á við sjálfa sig, samfélagið, kynhlutverkið, fordómana og lífið. Veiga uppgötvaði í þessu ferli að „hún er bara nóg“. Hvar sem hún kom að landi var henni hlýlega tekið og hennar eigin fordómar um viðhorf gagnvart sér, transkonunni, reyndust ekki réttir. 

Í þessum fyrirlestri segir Veiga frá ferðalaginu bæði í bátnum og í lífsins ólgu sjó. Saga Veigu er átakasaga einstaklings sem tókst á við sjálfan sig og er í dag hamingjusöm.