Fjarvinna og samskipti

Það er ljóst að heimsfaraldurinn hefur valdið straumhvörfum í því hvernig unnið er á vinnustöðum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og hafa gert samninga við starfsfólk sitt sem fela í sér að ákveðnu hlutfalli vinnutímans megi verja í fjarvinnu. Ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð.

Fjarvinna virðist því vera komin til að vera, sem er fagnaðarefni, en auðvitað er að mörgu að hyggja með breyttu vinnufyrirkomulagi.

Hvernig er t.d. hægt að halda góðu sambandi við yfirmann og vinnufélaga? Hvernig hefur fjarvinna áhrif á teymisvinnu og félagsleg tengsl? Hvaða vandamál koma upp í fjarvinnuumhverfi og hvernig er hægt að ráða fram úr þeim?

Þetta og fleira verður rætt í fyrirlestrinum. 

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun