Blóð og sviti þjónustuaðila og tár viðskiptavinarins

Þjónusta er heillandi fyrirbæri en að sama skapi nokkuð erfitt að grípa föstum tökum. Þegar fólk í þjónustu er beðið um að skilgreina fyrirbærið sem það er að vinna við er oft fátt um svör. Enda mjög stór spurning.

Svörin hafa margar hliðar eins og lögfræðilegar, rekstrarlegar, ímyndarlegar og viðskiptavinalegar.

Í þessum fyrirlestri um þjónustu er rýnt í fyrirbærið og það rætt út frá nokkrum hliðum. Teknar verða inn vangaveltur David Maisters úr bókinni Practice What you Preach ásamt nokkrum lykilhugtökum í þjónustufræðunum. 

Fróðlegur og krefjandi fyrirlestur fyrir alla þá sem vilja ná tökum á því að vera í þjónustu og standa undir því. Því eitt er að vilja veita góða þjónustu, annað er veita góða þjónustu.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun