Betri tímastjórnun

Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Við höfum öll jafn mikið af honum en samt virðumst við aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur. Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við náðum ekki að gera neitt.

Í fyrirlestrinum er farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, skipulagning og áætlanagerð, góða fundarstjórn og sóun í verkefnum, samskiptum og stjórnun.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun