Er gaman í vinnunni?


Nýlegar rannsóknir sýna að Íslandingar vinna lengsta vinnuviku allra þjóða í Evrópu. Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman af vinnunni. Viðhorf okkar gagnvart vinnunni og að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og nota gott skopskyn skiptir hér öllu máli. Rannsókn ráðgjafans Leslie Gibson sem birtist í tímaritinu Florida Trend árið 1992 sýndi að leikskólabörn brosa að meðaltali 400 sinnum á dag á meðan fullorðnir brosa aðeins 15-16 sinnum á dag. Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að fólk með gott skopskyn er hugmyndaríkara, í betra tilfinningalegu jafnvægi, raunsærra og með meira sjálfstraust. Húmorinn hefur auk þess jákvæð áhrif á samskiptin við annað fólk. Og þetta er merkileg keðjuverkun vegna þess að þegar við erum glöð þá brosum við og þegar við brosum þá verðum við glöð. Til að skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað þarf ekkert nema smá hugmyndaflug og framtakssemi.


Um er að ræða vinnustofu þar sem þátttakendur reyna að finna leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri. Byggt er m.a. á bókinni Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results, sem kom út árið 1995.


Eftirfarandi vinnuaðferðir eru notaðar:

  • Fyrirlestur um samskipti, viðhorf og jákvæðni.
  • Ráðgafi Þekkingarmiðlunar stýrir ferlinu.
  • Virk þátttaka allra þátttakenda í öllu ferlinu.
  • Umræður í litlum hópum til að tryggja þátttöku og skoðanaskipti.
  • Jákvætt andrúmsloft.

Ávinningur:

  • Líflegri og skemmtilegri vinnustaður.
  • Betri og árangursríkari samskipti.
  • Meiri starfsánægja og vellíðan á vinnustað.
  • Meiri framleiðni og árangur.

Lengd:
3 klukkustundir.


Mögulegir leiðbeinendur:
Ingrid Kuhlman eða Eyþór Eðvarðsson, þjálfarar og ráðgjafar hjá Þekkingarmiðlun.


Vegna eðlis námskeiðsins er það eingöngu í boði fyrir vinnustaði, þ.e. ekki er hægt að skrá einstaklinga heldur eingöngu hópa sem þekkjast og vinna saman.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |