Stjórnendur og starfsmenn - leiðtogar í lífsorku

Styrkjum mannauðinn og leiðtogahæfni

 
Markmiðið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur þannig að þeir geti enn betur skapað starfsanda samvinnu og samkenndar. Á vinnustað er mikilvægt að það ríki jákvætt hugarfar, fólk upplifi vellíðan, allir hafi tækifæri til að njóta sín og vilji gera betur í dag en í gær. Á námskeiðinu öðlast stjórnendur aukna þekkingu til að skapa menningu þar sem starfsmenn leggja hverjir öðrum lið - verði „þjónandi leiðtogar“. Þetta minnkar líkur á langtímaveikindum og kulnun. 
 
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnum þar sem farið er yfir leiðir til að auka lífsorku, starfsánægju, einbeitingu og leiðtogahæfni. Gerðar verða léttar Qigong lífsorkuæfingar sem eru góður grunnur að heilsu og lífskrafti til að njóta lífsins enn betur í leik og starfi. 

 

Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

  • Hvernig góð lífsorka, sjálfsöryggi og samvinna styrkja leiðtogahæfni
  • Hvernig hægt er að stuðla að menningu sem eykur árangur
  • Hvernig starfsmenn geta aukið lífsorkuna, jákvætt hugarfar og starfsánægju
  • Hvernig hægt er að draga úr veikindum og kulnun

Ávinningur:

  • Aukin þekking á leiðum til að skapa menningu leiðtoga 
  • Nýr skilningur á mikilvægi lífsorkuæfinga (Qigong) 
  • Hæfni til að byggja upp meira sjálfsöryggi, traust og samvinnu
  • Stjórnendur og starfsmenn ræða fyrr saman um líðan
  • Meiri starfsánægja og minni veikindi
  • Hugarfar leiðtoga - við getum gert betur í dag en í gær

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestrar
  • Hópverkefni
  • Qigong lífsmáti og léttar æfingar 
  • Umræður 

Lengd: Námskeiðið er 6 klst. að lengd.

Leiðbeinandi: Þorvaldur Ingi Jónsson. Þorvaldur er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann heldur fyrirlestra um áhrifamátt þjónandi leiðtoga og jákvæðs skapandi lífsmáta ásamt því að kenna og leiða Qigong lífsorkuæfingar. 

 

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |