Stjórnandinn vs. leiðtoginn


Mikilvægt er fyrir stjórnendur að þekkja muninn á hlutverki stjórnanda og leiðtoga. Það er margt í fari leiðtoga sem stjórnendur sækjast eftir. Leiðtogar leiða gjarnan breytingar og þeir hafa skýra framtíðarsýn sem fylgjendur eru tilbúnir að fylgja eftir. 


Leiðtogi gengur lengra en stjórnandi og er fordæmi í hegðun. Leiðtogar hafa sýn og höfða til innri þátta einstaklinga eins og metnaðar og tilgangs.


Á námskeiðinu verður farið yfir helstu kenningar um hlutverk leiðtoga á vinnustöðum með tilliti til miðlun upplýsinga, breytinga, framþróunar, gæðastarfs og árangurs.


Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

 • Hlutverk stjórnenda og leiðtoga
 • Hugtökin forysta (leadership) og stjórnun (management)
 • Leiðtogakenningar
  • Kenningin um mikilmennið (The Great Man Theory)
  • Karakterkenningin (Trait Theory)
  • Hegðunarkenningar – Leiðtogagrindin (The Leadership Grid)
  • Aðstæðubundin stjórnun (Situational Leadership)
  • “Transactional leadership” – hvatning með umbun og refsingu
  • Umbreytingastjórnun (Transformational leadership)

Ávinningur:

 • Þekkja helstu leiðtogakenningar
 • Skilningur á hlutverki stjórnenda og leiðtoga
 • Geta nýtt sér aðferðir leiðtoga í stjórnun

Kennsluaðferðir:

 • Fyrirlestur.
 • Umræður.
 • Hagnýt verkefni.

Lengd:
Námskeiðið er 4 klst. að lengd.


Leiðbeinandi:
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor í stjórnun við Viðskiptadeild HÍ.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |