Aukin fundarfærni og betri umræður

 

Góð umræða þarf að einkenna fund þar sem ná þarf góðri niðurstöðu. Því betri umræður þeim mun betri ákvarðanir og meiri líkur eru á því að farið verði eftir því sem var rætt og ákveðið.  Fundarstjóri ber ábyrgð á umræðunni, sem þýðir að virkja þarf þátttakendur til umræðu, spyrja spurninga, halda hlutleysi, draga sama umræðuna og athuga skilning, höggva á hnúta, gæta að tímanum, skerpa á ólíkum skoðunum og huga að orðalagi og svipbrigðum.  


Margt smátt gerir góðan fund og eitt er víst að þetta lærist helst með því að funda. Oft eru slæmir fundir góðir til að minna á að það er hægt að gera betur.


Í þessari vinnustofu verður fundað út í eitt og þátttakendur finna á eigin skinni hvernig hægt er að stórauka árangur umræðna á fundum. Þátttakendur leysa fyrst verkefni hver fyrir sig og síðan sem hópur. Verkefnin sýna fram á nauðsyn þess að fundarstjóri sé virkur í að stýra umræðum. Eftir hverja æfingu er rætt hvernig gekk og farið yfir hvernig hefði verið hægt að ná enn meiri árangri.


Námskeiðið er skemmtilegt, krefjandi og afar hagnýtt.


Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
  • Hlutverk fundarstjóra
  • Spurningatækni
  • Fyrirfundir, eftirfundir og hliðarfundir
  • Bandalög og "trúbræður"
  • Einræði, tvíræði, lýðræði og sýndarlýðræði
Kennsluaðferðir:
  • Hlutverkaæfingar
  • Hópverkefni
  • Umræður
  • Fyrirlestur

Lengd:
Námskeiðið er 3 klst. að lengd.


Leiðbeinandi:
Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |