Árangur í mikilvægum samtölum

Lipurð og fagmennska í samskiptum

 

Í stórri rannsókn sem fjallað er um í bókinni Crucial Conversations eftir Kerry Patterson, Josep Grenny, Ron McMillan og Al Switzler sem gerð var á vinnustöðum þar sem fólk var beðið að nefna þá sem eru virkilega góðir í samskiptum kom fram þeir bestu höndla erfiðar aðstæður mjög vel þ.e. þegar skoðanir eru ólíkar, mikið er í húfi og tilfinningar miklar. Þannig aðstæður draga oft fram það versta hjá fólki sem birtist t.d. í því að það verður reitt, sárt, tortryggið og reynir jafnvel að koma sér undan samtalinu eða ná sér niður á viðmælandanum. 

 

Rannsóknir sýna að nokkur atriði greina þá bestu frá hinum. Þeir hafa skýrari sýn á útkomuna úr samtalinu, fyrir sjálfan sig, viðmælandann og samskiptin. Þeir skapa traust í upphafi samtals,  eru læsir á eigin viðbrögð og viðmælenda sinna og grípa tímanlega inn í áður en samtalið afvegaleiðist.  Þeir nýta sér uppbyggilegar aðferðir til að hvetja til umræðna og koma fram með eigin skoðanir á réttum tíma. Þeir nota virka hlustun til að tryggja að réttur skilningur sé á milli viðmælenda og ákvarðanir séu teknar með viðeigandi aðferðum og í sátt viðmælenda. 

 

Á námskeiðinu er farið yfir þessa færniþætti og þeir þjálfaðir með hlutverkaæfingum.  Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja ná meiri árangri í samtölum þar sem skoðanir eru ólíkar, hagsmunir miklir og tilfinningar geta hlaupið upp, þ.m.t. stjórnendum, sérfræðingum, fagfólki, ráðgjöfum, sölumönnum, fjölmiðlafólki, sálfræðingum, læknum, kennurum og foreldrum.
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er:
  • Að byggja upp traust
  • Að tryggja réttan skilning og fyrirbyggja misskilning
  • Að lesa í vísbendingar í samtölum
  • Að eiga við eigin tilfinningar og viðmælenda
  • Að fá viðmælanda til að tjá sig
  • Að spyrja réttra spurninga 
  • Að orða hluti viðeigandi
  • Að ljúka samtali
Ávinningur:
  • Faglegri vinnubrögð
  • Meiri árangur í samskiptum
  • Betra læsi á árangur í samtölum
  • Betri samskipta- og samtalstækni
  • Ánægjulegri samskipti
  • Meira öryggi í viðtölum

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur
  • Æfingar
  • Umræður

Lengd: 6klst.


Leiðbeinandi:
Eyþór Eðvarðsson, M.A. vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. 
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |