Að fóstra nýliða
Námskeið fyrir fóstra um það að vera fóstri
Viðkvæmasta tímabil allra starfsmanna er þegar þeir eru nýliðar því þá er óöryggi og óvissa, frumkvæðið lítið og sjálfstraustið oft í lágmarki. Fátt er betra á þeirri stundu en að hafa fóstra sem styður við bakið á manni og kemur manni inn í starfið á öruggan og fumlausan hátt.
Markmið námskeiðsins er að styrkja þá starfsmenn og stjórnendur sem bera ábyrgð á kennslu og leiðbeiningu nýrra starfsmanna. Efla þá í starfi, auka samheldni og liðsheild. Stuðla að uppbyggilegri umræðu um hlutverk þeirra sem fóstra og fyrirmynd, leiðbeinendastíla og samskipti.
Fyrri hluti námskeiðsins fjallar um hlutverkið, kröfurnar, væntingar, sjálfsskoðun og umræður um mikilvægi hlutverksins. Í seinni hluta námskeiðsins verður farið í hagnýtar kenningar um hvernig hægt er að gagnrýna án þess að fólk fari í vörn, leiðtogastíla og samtalstækni sem nýtist fóstrum.
Markmið:
- Að draga fram það sem fóstrar þurfa að vinna í.
- Að þjálfa leiðbeinendafærni.
- Að auka færni fóstra í að veita endurgjöf á frammistöðu.
- Að styrkja fóstra í starfi við að taka á mögulegum erfiðum aðstæðum.
- Að ræða fyrirmyndarhlutverk fóstrans.
- Að auka traust og samkennd meðal fóstra.
- Að skapa jákvæða hugsun gagnvart faglegum vinnubrögðum og reglum.
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
- Leiðbeinendastílar og hlutverk fóstra.
- Nýliðar og félagsmótun.
- Fóstrinn sem fyrirmynd.
- Samtalstækni.
- Að veita endurgjöf á frammistöðu á uppbyggilegan hátt.
Kennsluaðferðir:
- Fyrirlestrar.
- Hæfnisþjálfun.
- Æfingar.
- Virk þátttaka.
Lengd:
6 klst. og skiptist í 2 hluta sem hvor um sig er 3 klst.Leiðbeinandi:
Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun