Kveikjum neistann hjá nemendum

Á námskeiðinu verður útskýrður munurinn á ytri og innri hvatningu. Kennarar fá í hendurnar verkfæri sem þeir annars vegar geta nýtt í eigin lífi og hins vegar í kennslu til að auka innri áhugahvöt nemenda. Þeir læra hvernig hægt er að nýta hina 8 innri hvata til að breyta upplifun á verkefnum sem eru leiðinleg og slítandi í upplifun sem er nærandi og skemmtileg. 

Nemendum sem stjórnast af innri hvatningu gengur betur í námi, eru sjaldnar haldnir kvíða og líður almennt betur en nemendum sem stjórnast af ytri hvatningu. Að kveikja á innri áhugahvöt nemenda sparar ekki einungis orku og tíma heldur verður kennslan meira gefandi og skemmtilegri, bæði fyrir nemendur og kennara. 
 
Námskeiðið (10 klst.) er skipt niður í 5 vinnustofur:

1. Munurinn á ytri og innri hvatningu 
Í þessum hluta námskeiðsins er gerð grein fyrir muninum á ytri og innri hvatningu og kostum þess að nýta innri hvatningu í auknum mæli.

2. Minn fókus, mitt hugarfar, minn veruleiki
Í þessum hluta námskeiðsins er lögð áhersla á að kennarar læri að skapa sína eigin hamingju og vellíðan. Kennarar fá að kynnast mætti hugans og hvernig virkja megi kraft hans til að stuðla að jákvæðum hugsunum, tilfinningum og líðan bæði hjá sér og hjá nemendum. 

3. Nýtum hina 8 innri hvata til að kveikja neistann
Í þessum hluta verður farið ítarlega í hina 8 innri hvata. Þátttakendur fá tækifæri til að breyta upplifun sinni á verkefnum sem eru leiðinleg og slítandi í upplifun sem er nærandi og skemmtileg. Kennarar fá verkfæri til að virkja innri áhugahvöt nemenda auk þess sem þeir læra að auka eigin áhugahvöt og vellíðan í kennslu. 

4. Ávinningur þess að þekkja og nýta styrkleika sína í daglegu lífi 
Hér fá þátttakendur að kynnast eigin styrkleikum og þeim fjársjóði sem býr innra með þeim. Við erum oft svo upptekin af því að bæta okkur að við missum sjónar á því sem við höfum nú þegar. Þátttakendur læra hvernig þeir geta nýtt styrkleika sína í auknum mæli í lífi og starfi og unnið með styrkleika nemenda.

5. Að takast á við erfiða hegðun nemenda 
Viðbrögð kennara við erfiðri hegðun nemenda skiptir gríðarlega miklu máli og geta tilviljanakennd viðbrögð haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir báða aðila. Mikilvægt er að kennarar bregðast rétt við og sýni nemendum virðingu og stuðning. Í þessum hluta námskeiðsins verður skoðað hvernig nýta megi innri hvatningu til að hafa jákvæð áhrif á hegðun nemenda. Einnig er stuðst við aðferðafræði NVC (Non-violent communication) um hvernig bregðast eigi við erfiðri hegðun. 

Hægt er að velja einn eða fleiri hluta. Við sérsníðum öll námskeið að þörfum hvers skóla fyrir sig.
 
 
  

Leiðbeinendur:
Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, M.A. í norrænum fræðum og leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Helga Marín Bergsteinsdóttir, MSc í heilsuþjálfun og kennsluréttindum, BA í sálfræði og íþróttafræði, Diplóma í jákvæðri sálfræði, ACC markþjálfi og NLP ráðgjafi.

Upplýsingar og skráning: helgahmb@gmail.com eða s. 845 8174. 
 
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |