Ekki láta vinnuna brenna þig upp!


Sífellt fleiri verða fyrir heilsufarsskaða af ofurálagi í vinnu, þar sem streita og afleiðingar hennar leiða til þess að við „tærumst“ hægt og rólega upp innan frá uns við erum útbrunnin. Á þessu námskeiði fjallar Guðrún Bergmann um:

  • hver streitueinkennin eru
  • hvernig líkaminn bregst við sífelldu streituálagi
  • hvenær halla fer undan fæti heilsufarslega – án alvarlegra einkenna
  • hvenær einkennin verða alvarleg
  • hvernig og hvenær hægt er að bregðast við og snúa ferlinu við
  • hvaða náttúrulegu leiðir er hægt að fara til að efla heilsuna á ný
  • hvaða „viðhaldsaðferðir“ þarf að stunda til að vernda eigin lífsorku sem lengst og best.

Guðrún talar út frá eigin reynslu, því fyrir fjórum árum síðan var hún gersamlega útbrunnin á sál og líkama, en sneri ferlinu við með náttúrulegum aðferðum og nýtur nú góðrar heilsu á ný. Námsgögn með góðum upplýsingum fylgja.

Lengd: Námskeiðið er 3-4 klst. að lengd.

Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |