Að semja um hærri laun


Námskeiðið er ætlað sem undirbúningur fyrir launaviðtalið. Þátttakendur leggja mat á vinnuframlag sitt, styrkleika sína og það sem þeir mættu bæta hjá sér. Þeir leggja mat á eigin menntun, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi. Farið verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni.


Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:
  • Að leggja raunhæft mat á sjálfan sig.
  • Undirbúningur launaviðtalsins.
  • Samningatækni.
Ávinningur:
  • Meiri innsýn í eigin styrkleika og takmarkanir.
  • Aukið sjálfstraust í launaviðtalinu.
  • Meiri árangur.
Kennsluaðferðir:
  • Verkefni.
  • Fyrirlestur.
  • Hlutverkaþjálfun.

Lengd:
Námskeiðið er 2 klst. að lengd.

Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |