Að sækja um starf
Þegar lagt er af stað í atvinnuleit er mikilvægt að gera upp við sig hvers konar starfi maður er að leita eftir og nýta sér allar mögulegar leiðir til að koma sér á framfæri. Vönduð ferilskrá eykur líkurnar á að umsækjandi komist í atvinnuviðtal. Hún er því mikilvægur liður í markaðssetningu umsækjandans og oft fyrstu kynni vinnuveitandans af honum. Það hvernig umsækjandi stendur sig síðan í atvinnuviðtali hefur úrslitaáhrif um það hvort hann fær starfið eða verður boðaður í annað viðtal. Atvinnuviðtalið er nokkur konar söluviðtal þar sem umsækjandi fær tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri og selja hæfileika sína, getu, reynslu og þekkingu. Mikilvægt er að hafa það hugfast að til að ná árangri í atvinnuleit þarf að leggja hart að sér. Atvinnuleit er fullt starf og maður finnur ekki draumastarfið með því að bíða.
Á námskeiðinu eru þátttakendum veitt hagnýt ráð um atvinnuleitina: Hvernig á að sækja um, hvar á að sækja um, hvernig útbý ég ferilskrá, hvernig sem ég umsóknarbréf, hvernig ber ég mig að í atvinnuviðtali? Þátttakendur koma með sína eigin ferilskrá á námskeiðið, vinna með hana þar og fá góðar ráðleggingar. Þeir fá einnig innsýn í aðferðafræði og spurningatækni þeirra sem eru að ráða.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja auka árangur sinn í leit að starfi.
- Að leggja raunhæft mat á sjálfan sig.
- Markviss atvinnuleit.
- Að útbúa ferilskrá.
- Umsóknarbréfið.
- Fylgiskjöl með umsókn.
- Framkoma í atvinnuviðtali.
- Meiri innsýn í eigin styrkleika og takmarkanir.
- Markvissari atvinnuleit.
- Betri ferilskrá.
- Aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu.
- Sjálfsskoðun.
- Fyrirlestur.
- Verkefni.
Lengd:
Námskeiðið er 3 klst. að lengd.
Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá
Þekkingarmiðlun ehf.