Að koma fram af sjálfsöryggi

 

Þegar fólk er beðið um að nefna þau 14 atriði sem það kvíði mest fyrir setur fjörutíu og eitt prósent það að koma fram fyrir hóp af fólki í fyrsta sæti, á undan kjarnorkustríði og gjaldþroti! Stór hluti fólks myndi s.s. frekar deyja en að halda ræðu. Við óttumst höfnun og gagnrýni og upp koma alls kyns kvíðavekjandi hugsanir um að við munum gleyma öllu því sem við ætluðum að segja, byrja að stama eða roðna, missa röddina, gera okkur að fíflum o.s.frv. Við þorum ekki að skora sjálf okkur á hólm og höldum okkur á „öryggismottunni”.

 

Þó að flestir séu kvíðnir fyrir að tjá sig í margmenni er engin ástæða til að missa stjórn á sér af hræðslu. Hóflegur kvíði er í raun jákvæður því hann veldur því að við nýtum betur hæfileika okkar og getu og afrekum meira. Ekki er gott að losna algerlega við taugaspennuna heldur frekar að breyta henni í jákvæða orku sem hjálpar okkur í framkomunni. Að koma fram af sjálfsöryggi þýðir að við þurfum að átta okkur á eigin kostum og göllum, að þora að nota eigin persónu og gefa af sjálfum okkur. Að treysta öðrum fyrir okkur, standa með sjálfum okkur og nýta það besta sem okkur er gefið.

 

Á námskeiðinu auka þátttakendur færni sína í að koma fram af öryggi fyrir framan hóp af fólki og treysta á eigið ágæti. Þeir öðlast betri skilning á eigin kvíðaviðbrögðum og læra að stjórna sviðsskrekk og ótta. Farið er í framkomu og tjáningu, samspil ræðumanns og umhverfis, ótta og öryggi, að ná og halda athygli og kvíðavekjandi og sjálfsstyrkjandi hugsanir. Þátttakendur halda ræður og fá endurgjöf á framkomu sína frá þjálfara og öðrum þátttakendum.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja efla framkomu sína fyrir framan stærri sem smærri hópa af fólki og losna við feimni.


Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
 • Að tjá sig í stærri og smærri hópum
 • Kvíði og kvíðaviðbrögð
 • Að ná og halda athygli
 • Ótti og sjálfsöryggi
 • Kvíðavekjandi og sjálfsstyrkjandi hugsanir
 • Að nota eigin útgeislun
Ávinningur:
 • Meira öryggi í framkomu fyrir framan hóp af fólki
 • Aukið sjálfstraust
 • Meiri stjórn á eigin kvíðaviðbrögðum
 • Betri og markvissari framsetning
 • Áhrifameiri framsetning
Kennsluaðferðir:
 • Sjálfsskoðun
 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Æfingar
 • Virk þátttaka

Lengd:
Námskeiðið er 7 klst. að lengd.


Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. 

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |