Þorvaldur Ingi Jónsson


Þorvaldur Ingi Jónsson er viðskiptafræðingur (Cand oecon) frá HÍ árið1982 og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2005. Þorvaldur hefur haldið fjölda námskeiða og var stundakennari við HÍ í stjórnun og stefnumótun. Hann er sérstakur áhugamaður um stjórnun til árangurs.


Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað og leitt qigong æfingar. Þar er lögð áhersla á hugleiðslu, heilsu og sjálfsstyrkingu í núinu (Mindfullness). Hann er einn af höfundum bókarinnar Gunnarsæfingarnar.
Ummæli: 


Þorvaldur Ingi kom á fund eRótary og kynnti fyrir hópnum qigong æfingar, gildi þeirra og ávinning þess að ástunda þær. Fyrirlesturinn og æfingarnar á eftir mæltust afar vel fyrir og fólk fór brosandi og endurnýjað út í daginn að fundi loknum. Ég get því vel mælt með því að fá Þorvald Inga í heimsókn ef fólk hefur áhuga á því að taka léttar æfingar sem miða að því að losa spennu og bæta einbeitingu í amstri dagsins. 

Guðmunda Smáradóttir, Forseti eRotary og forstöðumaður Opna háskólans í HR.


Við hjá 1912 höfum verið með ýmis hamingjuerindi í hádeginu yfir dimmustu mánuðina þar sem við fræðumst um eitthvað tengt matarræði, hreyfingu eða heilsu og hamingju almennt. Þorvaldur Ingi leiddi okkur í gegnum Qigong hugleiðslu- og heilsuæfingar. Qigong æfingarnar miða m.a. að því að bæta innri styrk og auka núvitund. Starfsfólk upplifði vellíðan og orku í kjölfar æfinganna. Ég tel að þessar Qigong æfingar henti vinnustöðum vel þar sem hægt er að stunda þær í þeim fatnaði sem maður er í þá stundina og án nokkurs undirbúnings.

Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri 1912 ehf. 


Þorvaldur Ingi kynnti fyrir starfsmönnum TR hugmyndafræði Qigong og hvernig þeir gætu nýtt eigin orku á sem bestan máta. Hann kenndi starfsmönnum hreyfingar og öndun sem stuðla að eðlilegu flæði orku um líkamann honum til vellíðunar og heilbrigðis. Satt best að segja var þessi kynning frábær og voru starfsmenn TR alsælir að kynnast þessari gömlu hugmyndafræði og hvernig hægt er að nýta hana sér til heilsueflingar. 

Hólmfríður E. Finnsdóttir, mannauðsstjóri Tryggingastofnunar


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |