Sölvi Avo Pétursson

Sölvi Avo Pétursson er menntaður hláturjógaleiðbeinandi og leggur áherslu á lífsgleði, leikgleði og lifandi tjáningu í tímum sínum. Ásamt hláturjóga býður hann upp á kennslu í núvitundarhugleiðslu og næringar- og heilsufyrirlestra. Sölvi útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla íslands árið 2012 og hefur einnig sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. 


Hláturjóga
Upphafsmenn hláturjóga voru indverskur læknir að nafni Dr Madan Kataria og kona hans, jógakennarinn Madhuri Katari. Fyrsti hláturklúbburinn var stofnaður í mars árið 1995, en nú er hláturjóga stundað í 75 löndum. Hláturjóga byggist á því að kalla fram hlátur með æfingum og tengingu með augnsambandi. Einnig er notast við pranayama öndun (fornt Hasya-joga) ásamt léttum teygjum, hláturhugleiðslu og slökun. Það er vísindaleg staðreynd að líkaminn okkar bregst við á sama hátt hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis (fyndið atriði) eða ákveðið er að hlægja (án áreitis). Það eru ótal jákvæð áhrif af hlátri, til dæmis minnkar hann stress og leysir úr læðingi góð boðefni í heilanum sem stuðla að góðri líðan. Því er tilvalið að geta kallað það fram í amstri dagsins og við hvers konar óþægilegar eða óskemmtilegar aðstæður.

 

 

 

 
 
 
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |