Gylfi Dalmann Aðalsteinsson


Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá H.Í. árið 1993. Hann útskrifaðist frá University of Warwick, Business School með M.A. gráðu í vinnumarkaðsfræði (Industrial Relations) árið 1995 með áherslu á stjórnun starfsmannamála, vinnurétt og samanburð á evrópskum vinnumarkaðsmálum. Gylfi starfaði hjá Flugleiðum samhliða námi til ársins 1994. Hann hóf störf hjá Hagvangi hf. árið 1995 sem ráðgjafi í ráðningarþjónustu. Þaðan lá leiðin til Verzlunarmannafélags Reykjavíkur þar sem Gylfi starfaði m.a. sem fræðslustjóri. Árið 1999 réðst hann til starfa hjá Gallup þar sem hann sinnti stjórnendaþjálfun. 


Frá árinu 2000 hefur Gylfi verið lektor og frá 2007 dósent á sviði stjórnunar við Viðskipta- og hagfræðideild H.Í. Hann hefur sinnt kennslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Gylfi hefur sinnt ráðgjöf og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Hann hefur ritað fjölmarfar greinar um vinnumarkaðsmál, samskipti á vinnumarkaði, mannauðsstjórnun og vinnustaðamenningu. Helstu rannsóknarsvið Gylfa eru á sviði vinnumarkaðsfræði þ.m.t. stjórnun starfsmannamála og samskipti á vinnumarkaði. Kennsla Gylfa er á sviði mannauðsstjórnunar, vinnumarkaðsfræði og breytingastjórnunar.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |