Eyþór Eðvarðsson
Eyþór hefur starfað við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf síðan 1996 bæði á Íslandi og í Hollandi og hefur víðtæka reynslu. Hann hefur starfað með flestum stærri fyrirtækjum landsins í stórum og litlum verkefnum, bæði í góðæri og krísum. Hann er ásamt Ingrid Kuhlman ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998.
Eyþór var formaður Súgfirðingafélagsins frá 2013-2015. Hann er formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar sem var stofnað árið 2014. Hann er í baráttuhópnum París 1,5 en markmið hópsins er að tryggja að Ísland geri sitt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu. Hann var stjórnarformaður Votlendissjóðsins frá 2018-2020 en hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.