Ásta Valdimarsdóttir

Ásta Valdimarsdóttir er starfandi bókasafnsfræðingur og hláturjógaleiðbeinandi. Hún hefur að baki meira en 30 ára reynslu sem grunnskólakennari. Einnig hefur hún lokið kennaranámi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og hefur sungið í kórum m.a. Óperukórnum og einsöng við ýmis tækifæri.  Ásta var búsett í Noregi um nokkurra ára skeið og þar lærði hún hláturjóga 2001 hjá Francisku Munch Johansen. Síðan hefur hún verið hláturjógaleiðbeinandi bæði í Noregi og á Íslandi auk þess að starfa við kennslu og á bókasöfnum. Hún hefur sótt námskeið í hláturjóga hjá Dr. Madan Kataria bæði í Danmörku og á Íslandi. Hún hefur þýtt á norsku bókina Látum steinana tala eftir Guðrúnu Bergmann. Ásta þjálfar í dag hláturjógaleiðbeinendur.

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |