Greiðsluskilmálar


Vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem skráning þátttakenda á námskeið hefur í för með sér fyrir Þekkingarmiðlun, eins og leigu á sal, pöntun veitinga og annað, gildir eftirfarandi við skráningu á námskeið:


Reikningar vegna námskeiðsgjalda eru sendir þátttakendum um það leyti sem námskeið hefst. Á ákveðnum námskeiðum óskar Þekkingarmiðlun eftir fyrirframgreiðslu námskeiðsgjalda.


Þátttakandi sem er skráður á námskeið en hættir við að sitja það skal tilkynna forföll með tölvupósti á netfangið thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is eða í síma 892 2987 að minnsta kosti tveimur virkum dögum áður en námskeiðið hefst. Láist þátttakanda að skrá sig úr námskeiðinu áður en það hefst eða hættir eftir að námskeið er hafið áskilur Þekkingarmiðlun sér rétt til að innheimta allt að 100% af námskeiðsgjaldi.


Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast.


Þekkingarmiðlun áskilur sér rétt til að innheimta 5.000,- kr. í skráningar- og umsýslugjald vegna þeirra sem afboða sig eftir fyrrgreind tímamörk.


Vinsamlegast látið okkur vita um allar breytingar með eins góðum fyrirvara og mögulegt er.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |