Framúrskarandi þjónusta


Við leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu og viljum eiga ánægða viðskiptavini og traust langtímasamband sem er öllum hlutaðeigandi aðilum til góðs.
 • Við vinnum hratt og markvisst og látum viðskiptavini ekki bíða að óþörfu. Við svörum fyrirspurnum og beiðnum hratt og vel eins og kostur er.
 • Við leysum skjótt og vel úr kvörtunum og þökkum fyrir þær.
 • Við stöndum við gefin loforð og leggjum okkur fram um að veita áreiðanlega þjónustu þannig að allar tímasetningar, dagsetningar, skipulag og væntingar standist.
 • Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti. 
 • Við gerum skýrt og heiðarlegt samkomulag við viðskiptavini og tryggjum að skilmálar samkomulags séu ljósir.
 • Við leggjum okkur fram um að vera til fyrirmyndar á okkar sviði.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fræðsluefnis, námskeiða og annarra lausna.
 • Við bjóðum upp á ný námskeið og nýja fyrirlestra á hverri önn.
 • Við leitumst eftir samstarfi við framúrskarandi sérfræðinga og fyrirlesara sem vilja vinna með okkur.
 • Við bjóðum öllum ókeypis aðgang að greinasafni á íslensku á heimasíðu Þekkingarmiðlunar.
 • Við stuðlum að endurmenntun okkar sjálfra svo að við getum boðið enn meira og enn betri þjónustu.
 • Við fylgjumst vel með þróun á fagsviði okkar hérlendis og erlendis m.a. með lestri tímarita og bóka og því að sækja reglulega ráðstefnur og námskeið.
 • Við erum ósmeyk við að fara óhefðbundnar leiðir.
 • Við leitumst við að koma til móts við kröfur viðskiptavina og fara fram úr væntingum þeirra.

Við látum reglulega gera þjónustukannanir meðal viðskiptavina okkar.
 • Við leggjum reglulega fyrir námskeiðsmat á námskeiðum okkar.
 • Við ræðum reglulega við viðskiptavini okkar um ánægju með námskeiðin okkar.
 • Við sýnum gildum, viðhorfum og væntingum viðskiptavina okkar virðingu.
 • Við leitumst við að hafa vel skipulagt og aðgengilegt námsefni á íslensku.
 • Við leitumst við að hafa námsgögn snyrtileg og falleg þ.m.t. ljósrit, möppur og pennar.
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |