Ábyrgð í orðum og gerðum


Við berum ábyrgð, sem fyrirtæki, einstaklingar og leiðbeinendahópur, á hegðun okkar, athöfnum, ákvörðunum og afleiðingum þeirra fyrir samfélag umhverfi og náttúru.
 • Þekkingarmiðlun axlar ábyrgð gagnvart viðskiptavinum ef samstarfsaðili á einhvern hátt nær ekki að uppfylla óskir og kröfur sem gerðar eru.
 • Við sýnum ábyrga hegðun og leggjum okkur fram við að vera öðrum fyrirmynd í orðum og gerðum og hvetjum samstarfsaðila og leiðbeinendur til hins sama.
 • Við stöndum við allar fjárhagslegar skuldbindingar Þekkingarmiðlunar.
Við látum okkur varða velferð viðskiptavina og samstarfsaðila Þekkingarmiðlunar.
 • Við hvetjum til heilbrigðra lífshátta og ástundun heilbrigðs lífernis.
 • Við leggjum áherslu á hollar veitingar á námskeiðum okkar.
Við erum ábyrgt fyrirtæki í samfélagi okkar.
 • Við látum hluta af hagnaði fyrirtækisins renna til góðgerðarmála.
 • Við stöndum við bakið á samtökum og félögum sem vinna að góðgerðarmálum, t.d. með því að taka ekki greiðslu fyrir námskeið og/eða fyrirlestra eða stilla verðinu í hóf.
 • Við kaupum ekki né seljum svarta vinnu.
 • Við gerum ekki samninga eða þegjandi samkomulag við samkeppnisaðila, t.d. hvað varðar verð eða aðra skilmála sem Þekkingarmiðlun eða samkeppnisaðilar setja um sölu á þjónustu sinni.
 • Við beitum ekki ósanngjörnum aðferðum til þess að standa betur að vígi en aðrir samkeppnisaðilar.

Við berum ábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni.

 • Við göngum vel um og leggjum okkur fram um að fullnýta og láta endurvinna þær vörur sem við notum. 
 • Við kaupum umhverfisvænar vörur.
 • Við ökum á bílum í okkar starfi sem teljast sparneytnir og högum akstri til að spara.
 • Við leigjum umhverfisvænustu bílana þegar við þurfum að leigja bíla.
 • Við biðjum um upplýsingar um áætlaðan fjölda þátttakenda til að tryggja að við prentum ekki of mikið dreifiefni.
 • Við prentum eða ljósritum báðum megin á blöðin.
 • Við tökum tilbaka allan afgang af námsefni eftir námskeið og notum hann aftur.
 • Við flokkum bylgjupappa, dagblöð, tímarit, plast, umbúðir og skilum á endurvinnslustöð. 
 • Við skilum efnum sem eru skaðleg umhverfinu, eins og t.d. prenthylkjum, rafeindatækjum og rafhlöðum, á viðeigandi staði.
 • Við sýnum samfélagslega ábyrgð og kolefnisjöfnum starfsemina árlega.
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |