Keltnesk orð og örnefni á Íslandi

Íslendingar eru merkilega samsett þjóð og menn hafa um aldir deilt um uppruna landnámsmanna. Nú er komið í ljós með rannsóknum á erfðaefni að stór hluti landnámsmanna voru Keltar. Þegar betur er að gáð eru keltnesk áhrif í íslenskri menningu miklu meiri en menn hafa til þessa veitt eftirtekt. Þannig er íslensk tunga mjög keltnesku skotin og að því leyti ólík dönsku, sænsku og norsku. Algeng orð og hugtök á íslensku eru keltnesk og ekki til í hinum norðurlandamálunum. Dæmi um þetta eru: strákur, stelpa, æska, heimili, lyf, nöfn landdýra, fiska og fugla t.d. hrútur, gemlingur, kría, krummi, valur, heiðlóa, branda, tros, og algengustu matartegundir Íslendinga, plokkfiskur, kæfa, bjúga, skyr og blóðmör. Uppruni íslenskra orðatiltækja verður ljós horfi menn til þess keltneska, írsku, og skosku og annarra gelískra tungumála. T.d. "að fá sér eina kríu", "að sjá ekki glóru", "að koma einhverjum fyrir kattarnef". Helstu örnefni á Íslandi eru óútskýranleg út frá skandinavísku, en auðskýrð út frá írsku og skotsku. Þetta á við um nöfn fjalla eins og Esja, Hekla, Katla, Krafla, Gláma, Gerpir og Ok, fjarða og dala eins og Súgandafjörður, Fnjóskadalur, Svarfaðardalur, og nesja eins og Tjörnes. Bæjarnöfn eins og Saurbær, Bessastaðir, Bægisá, Tyrfingstaðir. Nöfn hreppa og sýslna eins og Skilmannahreppur, Lýtingstaðahreppur, Árnessýsla og Rangárvallasýsla. 

Inn í þennan fyrirlestur, sem byggir á nýjum rannsóknum fyrirlesara, blandast skemmtilegar upplýsingar um matarræði og sterka stöðu kvenna á Íslandi sem var öðruvísi hér en á hinum Norðurlöndunum og er hluti af hinum keltneska menningararfi okkar. 

Fyrirlesari: Þorvaldur Friðriksson 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |