Greinar
Óvæntar staðreyndir um ást og vellíðan
Það að finna, deila og gefa ást getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega heilsu okkar, efnafræði heilans og almenna vellíðan.Nánar...
Sjö tegundir hvíldar
Hvíld er ein öruggasta og áhrifaríkasta leið til að endurheimta orku.Nánar...
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Von er hægt að styrkja með því að breyta því sem við teljum okkur geta stjórnað. Þegar við einbeitum okkur að því sem við trúum að hægt sé að gera, virkjum við kraft vonarinnar.Nánar...
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að það að hafa eitthvað til að hlakka til auki vellíðan. Að vænta einhvers góðs lætur okkur líða betur á líðandi stundu og getur aukið hvatningu, bjartsýni og þolinmæði.Nánar...
Að snúa aftur á vinnustað
Sumir hafa verið að telja niður dagana þar til þeir geta notið vinnunæðis á skrifstofunni og hitt vinnufélagana. Fyrir aðra getur það verið ögrandi að mæta aftur á skrifstofuna. Nánar...
Starfsmenn forgangsraða í þágu heilsu og vellíðanar
Þegar við hægðum aðeins á okkur vegna heimsfaraldursins fengu margir rými til að líta inn á við, endurmeta líf sitt og skoða áhrif starfs síns á andlega heilsu og líðan.Nánar...
Að byggja upp seiglu á krefjandi tímum
Eins og í öllum erfiðleikum hafa sumir náð að þroskast og orðið sterkari en þeir voru fyrir heimsfaraldurinn. Þetta heitir á fræðimáli áfallaþroski.Nánar...
Nokkur ráð við heimsfaraldursblús
Því meira sem við gefum gleðinni gaum og þeirri orku sem hún framleiðir, þeim mun betur líður okkur.Nánar...
Meðtökum og njótum jákvæðra upplifana
Það er er hægt að tileinka sér leiðir til að auka virkni og þátttöku í jákvæðri upplifun.Nánar...
Breytt hegðun á nýju ári
Í upphafi nýs árs nýta margir tækifærið til að velta fyrir sér hverju þeir vilji breyta. Ýmsar áskoranir geta þó komið í veg fyrir að við stöndum við ásetning okkar um breytta hegðun.Nánar...
Meiri ávinningur af persónulegum samskiptum en samskiptum á samfélagsmiðlum
Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin.Nánar...
Gefum umhverfisvænni jólagjafir
Með einföldum breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar.Nánar...
Auglýst eftir uppbyggilegri fjölmiðlun
Uppbyggileg fjölmiðlun (e. constructive journalism) er vaxandi svið innan fjölmiðlunar sem felur í sér að flytja lausnamiðaðar fréttir í stað þess að flytja eingöngu neikvæðar sögur sem byggjast á ágreiningi og átökum. Nánar...
Fimm leiðir til að vinna bug á faraldursþreytu
Til eru einfaldar leiðir til að rífa sig upp, hlúa að sjálfum sér og finna hið góða á þessum krefjandi tímum.Nánar...
Aukum vellíðan með sjö einföldum venjum
Með því að breyta venjum okkur getum við dregið úr hættunni á vissum sjúkdómum, stjórnað skapinu og aukið bjartsýni og von.Nánar...
Fjórar leiðir til að draga úr streitu
Það er gott að hafa nokkrar aðferðir i handraðanum til að ná andanum, halda ró sinni og hlúa að líkama og sál.Nánar...
Er fjögurra daga vinnuvika besta leiðin til að auka vellíðan?
Í þessari grein er fjallað um það sem rannsóknir Gallup í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós.Nánar...
Skuggavinna: Ólaunuðu og ósýnilegu störfin sem fylla daginn
Við þurfum því að vera meðvituð um skuggavinnu í daglega lífinu þar sem það getur gefið okkur val og aukið lífsgæði.Nánar...
Óvæntur ávinningur truflana
Truflanir geta stuðlað að aukinni starfsánægju og vellíðan starfsmanna samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð við háskolann í Cincinatti.Nánar...
Mótlætisbjartsýni og þakklæti eru verndandi þættir
Þeir sem viðurkenna að lífinu fylgja erfiðleikar og eru undirbúnir undir þá, takast betur á við einangrun og sóttkví en þeir sem gera það ekki.Nánar...
Þrjár algengar en hæpnar hugmyndir um hamingjuna
Öll viljum við vera hamingjusöm. En fæst höfum við hugmynd um hvað skapar raunverulega hamingju í lífi okkar. Nánar...
Að þrífast á umbreytingatímum
Með því að nota ofangreindar leiðir verðum við meðvitaðri um þarfir okkar og árangur og betur í stakk búin til að þrauka í gegnum umbreytingatíma.Nánar...
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert
Þegar við erum önnum kafin er heilinn ekki endilega mjög virkur. Þegar við tökum aftur á móti hlé og gerum eitthvað sem virðist hafa minni tilgang fer heilinn á fullt í að leysa vandamál. Nánar...
Það jafnast ekkert á við góðan hlátur
Hlátur er smitandi og gerir okkur almennt gott. Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð áhrif hans vara í það minnsta í sólarhring. Nánar...
Hætta-að-gera listinn
Með því að gera hætta-að gera lista færum við fókusinn á það sem skiptir raunverulega máli. Þannig verjum við orku í það sem við viljum áorka og hámörkum skilvirkni. Nánar...
Gefum okkur tíma fyrir hlé
orsk rannsókn sýndi sem dæmi að fólk sem vinnur óslitið er sjö sinnum líklegra til að glíma við andlega og líkamlega kvilla en þeir sem taka regluleg hlé yfir daginn.Nánar...
Kvenleiðtogar hafa forskot í fjarvinnunni
Þó að við höfum tilhneigingu til að reiða okkur á karlkyns leiðtoga í kreppum, hafa kvenleiðtogar nú greinilegt forskot.Nánar...
Hreinsum hugann fyrir svefninn
Svefn er vanmetinn þáttur í nútímasamfélagi og oft getur verið erfitt að flesta blund, sérstaklega þegar við náum ekki að slaka á í huganum.Nánar...
Leiðir til að tileinka sér jákvæðara viðhorf
Finnum hið góða, sama hvað lífið færir okkur í fang.Nánar...
Að halda öðruvísi jól og áramót
Þetta er kjörinn tími til að skapa nýjar fjölskylduhefðir.Nánar...
Temjum okkur jákvætt og þakklátt lífsviðhorf
Þakklæti breytir því hvernig við hugsum og hjálpar okkur að finna lausnir. Það að koma auga á það sem við erum þakklát fyrir eykur almenna ánægju með lífið.Nánar...
Hlúum að vellíðan á óvissutímum
Heimsfaraldurinn sem nú geisar hefur haft mikil áhrif á daglegt líf. Hvað getum við gert til að hlúa að andlegri vellíðan?Nánar...
Að nota styrkleika sína í eigin þágu og annarra
Með því að hlúa að styrkleikum okkar beinum við sjónum að því góða og fallega í okkar fari. Nánar...
Sex venjur hamingjusamra einstaklinga
Meðfylgjandi sex venjur setja sviðið fyrir það sem við skilgreinum sem hamingju. Nánar...
Sex leiðir til að takast á við óvissu
Okkar verkefni er að læra að lifa með óvissunni því hún er í raun eina vissan sem við höfum. Nánar...
Tólf ástæður til að brosa framan í heiminn
Heilsusamleg áhrif þess að brosa eru margvísleg.Nánar...
Frá endalokum að nýju upphafi í þremur skrefum
Umbreytingar krefjast hugrekkis, þolinmæði og þess að við gefum huganum tækifæri og rými til að endurskipuleggja sig. Nánar...
Vinnum bug á áhyggjuhugsunum
Á þessum óvissutímum er mikilvægt að stjórna okkar eigin hugsunum og koma í veg fyrir að við hugsum um of.Nánar...
Kórónuveiran kennir okkur að æfa „seigluvöðvann“
Það er mikilvægt að efla seiglu til að þrífast í lífsins ólgusjó og láta ekki erfiðar andlegar aðstæður buga sig.Nánar...
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Ávinningur þess að fara daglega í andlegt frí er margvíslegur. Nánar...
Streita á tímum kórónuveirunnar
Heimsfaraldurinn gæti kennt okkur eitthvað nýtt og breytt sjónarhóli okkar. Nánar...
Að takast á við óvissu
Þegar við stöldrum við, kyrrum hugann og einbeitum okkur að öðrum verða áhyggjurnar að engu.Nánar...
Hugum að andlegri heilsu í sóttkví
Hvernig getum við tryggt að við höldum andlegri heilsu í sóttkví? Nánar...
Góð ráð til að viðhalda góðri andlegri heilsu
Á þessum viðsjárverðu tímum er mikilvægt að gefa sjálfum sér ást, góðvild og kærleik. Nánar...
Að viðhalda vellíðan á tímum kórónuveirunnar
Tökumst á við þessa áskorun saman með umhyggju fyrir öðrum, skynsemi, og umfram allt óbilandi viðleitni til að leita sannleikans, staðreynda og þekkingar.Nánar...
Hvenær er gott að snúa sér að öðru og hvenær er gott að þrauka?
Sá sem veit hvert hann stefnir mun síður villast.Nánar...
Fortíðar- og framtíðarsjálfið eru frábærir leiðsögumenn
Við mannfólkið höfum þann ótrúlega hæfileika að geta ferðast fram og aftur í tíma. Þetta gerir okkur kleift að læra af mistökum, íhuga hegðun okkar og sjá fyrir okkur og skipuleggja framtíðina. Nánar...
Tíu leiðir að aukinni vellíðan
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í sjöunda sinn í dag 20. mars að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar.Nánar...
Að leyfa fólki að vera eins og það er
Umburðarlyndi er að leyfa fólki að vera eins og það er. Við höfum öll mismunandi hæfileika, kosti og lesti. Nánar...
Hinn manneskjulegi leiðtogi - sá sem aðrir vilja fylgja
Hvað einkennir þá sem aðrir vilja fylgja? Er það brennandi hugsjón eða eldmóður gagnvart ákveðnum málefnum? Árangur sem aðrir vilja eignast hlutdeild í? Yfirburðir á einhverjum sviðum? Nánar...
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Þó að ellin sé oft tengd við líkamlega, andlega og félagslega hnignun og missi hafa vísindalegar rannsóknir þvert á móti sannað að hamingjan eykst með aldrinum. Nánar...
Að þekkja og véfengja svartsýnishugsanir
Hægt er að skilgreina bjartsýni á tvennan hátt. Scheier og Carver sem dæmi skilgreina bjartsýni sem þá altæka tilhneigingu til að trúa því að maður muni almennt upplifa góða frekar en slæma hluti í lífinu. Á mannamáli þýðir þetta að horft sé á björtu hliðarnar. Nánar...
Stjórnum notkun snjallsímans
Við erum forvitin að eðlisfari og tékkum á símanum í gríð og erg, stundum jafnvel án þess að átta okkur á því. Á biðstofunni hjá tannlækninum, á fundi, meðan við erum að elda matinn, á klósettinu í miðju partíi, jafnvel í umferðinni þó að við vitum að með því stofnum við lífi okkar og annarra í hættu. Því meira sem við notum símann þeim mun meiri þörf vaknar fyrir að skoða tölvupóstinn eða Fésbókina, senda eina mynd á Instragram, kíkja á fyndið myndband á YouTube eða spila tölvuleik. Nánar...
Orð hafa mátt – vöndum valið
Orð geta ekki breytt raunveruleikanum, en þau breyta því hvernig við skynjum raunveruleikann. Í gegnum síuna sem orðin skapa sjáum við heiminn í kringum okkur. Nánar...
Að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl
Umhverfisvænn lífsstíll er á allra færi. Ef við leggjumst öll á eitt getur breytt neyslumynstur bætt lífsgæði okkar allra Nánar...
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Nýtt ár er handan við hornið og á tímamótum sem þessum er til siðs að staldra ögn við, líta yfir farinn veg og velta fyrir sér núverandi stöðu. Nánar...
Margt í einu eða eitt í einu?
Athyglisverð rannsókn við Háskólann í London sýndi að greindarvísitalan lækkar þegar við sinnum mörgum verkefnum á sama tíma. Lækkunin er sambærileg því að reykja marijúana eða sleppa því að sofa í eina nótt. Nánar...
Faðmlög eru undrameðal
Faðmlög hafa engar aukaverkanir og ekki þarf lyfjaávísun frá lækni. Þau eru einfaldlega undrameðal.Nánar...
Nærumst og verslum með núvitund
Um jólin eru freistingarnar oft margar, sem hefur þau áhrif að við borðum, drekkum og eyðum meiru en æskilegt væri. Nánar...
Njótum aðventunnar
Margir upplifa aðventuna sem tímabil sem er fullt af ótal verkefnum og stressi. Njótum aðventunnar og þess að vera til.Nánar...
Hófsöm og umhverfisvæn hugsun fyrir jólin
Með einföldum breytingum á venjum okkar má draga svo um munar úr áhrifum neyslusamfélagsins á umhverfið. Þetta hefur í för með sér bætt lífsgæði fyrir okkur öll. Nánar...
Stefnir þú á fullkomnun?
Það er verðugt markmið að vilja leggja sig fram um að ná góðum árangri og stefna á háleit markmið en þegar árangursþörfin breytist í fullkomnunaráráttu getur hún leitt til óöryggis og dregið úr frammistöðu okkar og lífsgæðum. Nánar...
Fimm gagnlegar aðferðir til að byggja upp seiglu
Mikilvægt er að læra að byggja upp seiglu til að takast betur á við bakslag og ná sér á strik aftur. Nánar...
Við erum ekki hugsanir okkar
Við erum ekki hugsanir okkar eða tilfinningar. Þær eru ekki góðar eða slæmar, þær bara eru og líða svo hjá. Nánar...
Að endurbyggja traust
Traust vex frá rótunum, þ.e. okkur sjálfum. Það getur tekið langan tíma að endurbyggja traust hafi það orðið fyrir hnjaski en það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér. Nánar...
Góðverk auka vellíðan
Margar rannsóknir hafa sýnt að vellíðan fólks eykst þegar það gerir eitthvað fallegt fyrir aðra.Nánar...
Að stuðla að aukinni vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði
Jákvæða sálfræðin sameinar á einn vettvang það sem rannsóknir hafa leitt í ljós á jákvæðum og heilbrigðum einstaklingum.Nánar...
Bara ein jörð
Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni eru alvarlegar.Nánar...
Alþjóðlegi hrósdagurinn
Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Nánar...
Brostu þínu blíðasta
Að brosa er einföld og í langflestum tilfellum algjörlega sjálfsprottin athöfn. Við brosum yfirleitt án mikillar áreynslu.Nánar...
Vinsemd í eigin garð
Fyrsta skrefið að aukinni vinsemd í eigin garð er að taka sjálfum sér eins og maður er og koma fram við sjálfan sig eins og maður myndi koma fram við aðra.Nánar...
Að þjálfa hug byrjandans
Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfsstýringunni.Nánar...
Hvenær gerðir þú síðast góðverk?
Góðverk gleðja ekki bara þiggjendum heldur einnig gerendum. Að rétta öðrum hjálparhönd óumbeðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu.Nánar...
Mýtur um intróverta
Intróvertar eða innhverfir eru oft misskildir í þessum heimi. Þeir eru ekki feimnir, hræddir við fólk eða félagslega ófærir. Þeir eru ekki óhamingjusamir, þeir hata ekki fólk, þeir eru ekki óvingjarnlegir eða snobbaðir, og fullkomlega færir um að halda samræðum gangandi.Nánar...
Mýtur um „extróverta“
Helsti munurinn á extróvertum (úthverfum) og intróvertum (innhverfum) er að þeir fyrrnefndu fá orku úr ytri heimi og umhverfi og endurnærast með samskiptum við annað fólk á meðan þeir síðarnefndu fá orku úr sínum innri heimi, hugsunum og íhugun.Nánar...
Alþjóðlegi hrósdagurinn
Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Nánar...
Ertu alveg viss?
Hugsanavilla er ályktun, trú, niðurstaða, ákvörðun eða tilfinning sem brenglar skynjun okkar og hefur áhrif á skoðanir okkar og ákvarðanir. Nánar...
Nokkur atriði sem þú vissir ekki um núvitund
Núvitund þýðir að vera með hugsunum sínum eins og þær eru, án þess að grípa þær eða ýta þeim burt. Nánar...
Litlar daglegar venjur leiða til langtíma árangurs
Þegar taka á upp nýjar venjur er gott að styðjast við nokkrar einfaldar reglur. Nánar...
Hvað tekur raunverulega langan tíma að þróa nýjar venjur?
Dr. Maxwell Malz, sem vann sem lýtalæknir árið 1950, tók eftir því að eftir aðgerðir, t.d. á nefinu, tók það skjólstæðinga hans yfirleitt um 21 dag að venjast nýja andlitinu.Nánar...
Gott fólk gerir vonda hluti seinni partinn
Nýleg rannsókn sem Maryam Kouchaki við Harvard háskólann og Isaac Smith við Utah háskólann framkvæmdu sýnir að fólk er mun líklegra til að segja ósatt, svíkja, stela eða hegða sér á einn eða annan hátt siðferðilega rangt eftir hádegi en að morgni til. Nánar...
Sátt við sjálfan sig
Sálfræðingar við háskolann í Hertfordshire fundu í könnun sem þeir gerðu meðal 5000 einstaklinga í mars sl. tíu lykla að hamingjusamara lífi ásamt daglegum venjum sem gera fólk raunverulega hamingjusamt.Nánar...
Er dyggð að gefast ekki upp?
Hversu oft hefurðu heyrt setningar eins og „þolinmæði þrautir vinnur allar“, „maður verður bara að bíta á jaxlinn“, og „sigurvegarar gefast aldrei upp“?Nánar...
Að stjórna væntingum sínum
Sumir halda því fram að því meiri væntingar sem við höfum þeim mun brothættari séum við fyrir skipbroti. Til að komast hjá vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp sé því betra að draga úr væntingum sínum.Nánar...
Nýttu styrkleika þína
„Þekktu sjálfan þig“, hin fleygu orð gríska heimspekingsins Sókrates sem letruð voru á hof Delphis fyrir um tveimur öldum síðan, eiga enn mikið við í dag. Nánar...
Vá-tilfinningin
Uppbyggilegt viðhorf hefur jákvæð áhrif á frammistöðu okkar á öllum sviðum lífsins.Nánar...
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Samskipti reynast okkur oft erfið og geta kostað okkur orku. Þetta á t.d. við um samskipti við stjórnsama einstaklinga sem reyna að hafa áhrif á hegðun okkar og taka af okkur öll ráðin. Nánar...
Leyfum fólki að vera eins og það er
Eitt af því sem ég kann að meta frá mínu fæðingarlandi Hollandi er umburðarlyndi en Hollendingar líta ekki aðeins á það sem dyggð heldur jafnvel sem þjóðlega skyldu. Nánar...
Minnkaðu streitu með heilbrigðum lífsstíl
Streitan er óumflýjanlegur hluti daglegs lífs. Hún getur verið jákvæð þegar hún kemur fram við réttar aðstæður en heilsuspillandi þegar hún er langvarandi. Nánar...
Hættu að flækja málin
Það sem heldur aftur af okkur og kemur í veg fyrir að við látum drauma okkar rætast er í langflestum tilfellum við sjálf. Við setjum, viljandi eða óviljandi, takmarkanir á okkur sjálf. Nánar...
Bjartsýni er hugarfar en ekki persónueinkenni
Að sögn Martin Seligman, upphafsmaður jákvæðrar sálfræði, er undirstöðu bjartsýni ekki að finna í jákvæðum fullyrðingum heldur í því hvernig við hugsum og útskýrum orsakir. Nánar...
Taktu lífinu brosandi
Bros virðist ekki vera sérlega flókin athöfn. Þegar við upplifum jákvæða tilfinningu lyftast munnvikin og augun krumpast. Nánar...
„Ætlarðu ekki að fá þér?“
Þó að við státum okkur reglulega af því að vera fordómalaus og fagna fjölbreytileika mannlífsins virðist mér stundum sem við þurfum að læra að virða fólk sem hagar lífi sínu öðruvísi.Nánar...
Hefur þú knúsað einhvern í dag?
Rannsóknir sýna að áhrif innilegs faðmlags eru ótvíræð. Faðmlög virka vel gegn sjúkdómum, einmanaleika, þunglyndi, kvíða og streitu. Nánar...
Að njóta hins góða í lífinu
Rannsóknir sýna að við þurfum að leggja okkur meðvitað fram um að njóta hins góða í lífinu. Þessi grein fjallar um 10 leiðir til að njóta. Nánar...
Setjum kvóta á neikvæðar fréttir
Við getum sjálf sett kvóta á neikvæðar fréttir og sett okkur markmið um að deila aðeins jákvæðum fréttum.Nánar...
Áhrifaríkar leiðir til að taka upp nýjar venjur
Daglegt líf okkar er samansafn mismunandi venja sem við höfum tileinkað okkur. Þó að það virðist stundum óyfirstíganlegt er hægt að breyta venjum sínum með einföldum hætti. Nánar...
Að efla núvitund sína
Núvitund snýst um að vakna til vitundar og taka eftir öllu því sem við sjáum, heyrum, brögðum á og snertum.Nánar...
Listin að gagnrýna á uppbyggilegan hátt
Góð og gjöful samskipti er sennilega það sem við flest öll óskum okkur í lífinu. Það er hinsvegar furðuflókið að halda samskiptunum í þeim farvegi sem við myndum helst kjósa og auðvelt að láta berast af leið.Nánar...
Að eiga yndislegan dag
Hvernig væri að lifa og verja einum degi með öðrum hætti en venjulegum dögum? Með því að gera smá breytingar á þínu daglega lífi er hægt að skapa ánægjulegan og yndislegan dag. Nánar...
Að vinna land
Þegar tveir menningarheimar mætast liggur það í hlutarins eðli að aðkomumaðurinn stendur veikar að vígi. Hann á erfitt með að útskýra sinn gamla heim í smáu og stóru af því að hann er hvergi nærtækur. Nánar...
Hvað getum við lært af Vilborgu pólstjörnu?
Íslendingar eignuðust þjóðhetju þegar Vilborg Arna Gissurardóttir náði á Suðurpólinn í síðustu viku eftir 60 daga göngu við erfiðar aðstæður. Hún varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að ná þessu takmarki eins síns liðs.Nánar...
„Nei" er svo einfalt orð...
...aðeins þrír stafir. Samt reynist það flestum erfitt að hafna óskum og segja „nei". Flest vorum við góð í því að segja „nei" þegar við vorum tveggja ára. Það er jú hlutverk tveggja ára krakka að segja „nei" og foreldrar okkar bjuggust jafnvel við því. Síðan, þegar við vöxum úr grasi, hverfur orðið „nei" smám saman úr orðaforðanum. Nánar...
Tíu veigamiklir eiginleikar stjórnenda
Stjórnun fólks gerir kröfu um ákveðna færni sem hægt er að læra og þjálfa. En hvað gerir góðan stjórnanda?Nánar...
Að sigrast á lífsins vonbrigðum
Við þurfum öll að takast á við mótlæti í lífinu, hvort sem er í starfi, ástarsamböndum eða fjölskyldulífi. Mótlæti getur dregið okkur niður og haft í för með sér neikvæðar tilfinningar eins og kvíða og ótta. Nánar...
Hrósaðu börnunum fyrir viðleitni frekar en greind
Undanfarna áratugi hafa uppeldisfræðingar og barnasálfræðingar haldið því fram að hrós bæti sjálfstraust barna og þar með frammistöðu þeirra. Nánar...
Áhrif uppsagna á starfsmenn og vinnustaðinn
Íslenskir vinnustaðir standa nú fyrir einhverri mestu áskorun síðari tíma. Margir hafa þurft að grípa til uppsagna, breyta starfshlutfalli starfsmanna og lækka laun þeirra, eða eru í startholunum með hagræðingaraðgerðir.Nánar...
Þjóð til þings
Niðurstöður Þjóðfundarins munu veita stjórnlagaþingmönnum leiðsögn í öllum þeim málum sem varða almannahag og framtíð lands og þjóðar og verða þeim án efa gott veganesti. Nánar...
Fagmennska í ráðningum
Það verður ekki gert hér enda ráðningar í eðli sínu mjög flókið fyrirbæri og ekkert einfalt við það að komast að því hversu fært fólk er í starf sem það er ekki byrjað í. Nánar...
Fimm stig hnignunar
Jim Collins, höfundur metsölubókanna Good to Great og Build to Last, er boðaður á fund með 36 stjórnendum úr ýmsum áttum í Herskólanum við West Point þar sem hann er beðinn um að ræða hvort Bandaríkin séu á niðurleið eða á toppnum. Nánar...
Eru konur sjálfum sér verstar?
Ein stærsta áskorun kvenna á vinnumarkaðinum um áraraðir hefur verið að rjúfa þá ósýnilegu hindrun sem konur rekast í þegar þær vilja komast til frekari áhrifa og sem kölluð hefur verið “glerþakið”.Nánar...
Á meðan við frestum þýtur lífið framhjá
Margir glíma við þann slæma sið að slá verkefnum á frest. Fyrir marga er frestun slæm venja eða viðhorf sem dregur úr framleiðni og eykur streitu og sektarkennd. Nánar...
Neikvæði heilinn
Þróunin hefur séð til þess að við mannfólkið erum fljót að bregðast við mögulegum ógnum í umhverfinu okkar, með því að skaffa okkur kerfi sem tekur eftir neikvæðum hliðum þess.Nánar...
Að byggja upp viljastyrk og sjálfsaga
Við könnumst líklega öll við þá tilfinningu að hugsa ?Ég vildi að ég hefði viljastyrk og sjálfsaga?. Við erum öll með venjur sem við vildum gjarnan hætta, eins og t.d. að reykja, borða óhollan mat eða of mikinn, leti, frestunaráráttu eða skort á áræðni.Nánar...
Bjartsýni; hugsunarstíll en ekki persónueinkenni
Yfirleitt er litið á bjartsýni sem frekar ómerkilegan eiginleika. Bjartsýnismaður er þá talinn vera sá sem sér það góða í öllu og öllum og horfir á heiminn í gegnum bleik gleraugu – glasið er alltaf fullt hjá honum. Nánar...
Traustið byggt upp að nýju
Nú í kjölfar bankahrunsins standa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á tímamótum. Traust er af skornum skammti í samfélaginu.Nánar...
Virðing í verki
Orðið sem var oftast nefnt á eftir heiðarleika á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009 er virðing, sem er eitt mikilvægasta gildið í öllum samskiptum manna í milli. Nánar...
Heiðarleikinn í hávegum hafður
Þjóðfundur var haldinn 14. nóvember sl. Á heimasíðu fundarins www.thjodfundur2009.is er að finna öll þau gildi sem þjóðfundargestir nefndu. Eitt orð trónar á toppnum og þetta orð er heiðarleiki.Nánar...
Merkasti dagur ársins 2009
Merkasti dagur ársins 2009 er fyrir mér Þjóðfundardagurinn 14. nóvember í Laugardalshöll. Þetta var sögulegur og algjörlega magnaður dagur sem fyllti mig bjartsýni og trú á að hlutir geti breyst þegar við snúum bökum saman. Nánar...
Er hamingjan ofmetin?
Hamingjan er ekki stöðug sæluvíma og erfiðar tilfinningar eru mikilvægar til að öðlast hamingjuna. Ingrid Kuhlman veltir fyrir sér algengum misskilningi varðandi hamingjuna og tók saman nokkur ráð til að öðlast hana.Nánar...
Hvað gerir þig hamingjusama(n)?
Vísindin hafa leitt í ljós ýmislegt um það sem fær hjartað okkar til að syngja. Einnig hafa komið fram óvæntar niðurstöður um það sem kemur innri bjöllunum okkar ekki til að óma. Nánar...
Allt er breytingum háð
Allt er í heiminum hverfult og breytingar eru óhjákvæmilegur hluti af lífi hvers og eins. Þær geta verið jákvæðar eða neikvæðar og ræður þar mestu hvernig við lítum á þær. Nánar...
Bestu fyrirtæki heims byggja á sterkum og traustum gildum
Það er ögrandi verkefni að vera stjórnandi í dag. Samtíminn felur í sér gríðarlega áskorun og flókin verkefni og í mörgum tilfellum er verkefnið barátta um að koma fyrirtækinu í gegnum þessa rósturtíma. Nánar...
Listin að lifa í núinu
Lífið gerist í núinu. En allt of oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að hraða okkur fram hjá mikilvægum augnablikum og eyða dýrmætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. Nánar...
Menning kröftugra vinnustaða
Hversu mikilli seiglu býr starfsfólkið þitt yfir? Hvernig bregst það við meiriháttar breytingum í umhverfinu, eins og t.d. náttúruhamförum eða efnahagskreppunni sem við upplifum í dag? Þetta eru erfiðar en mikilvægar spurningar sem vert er að velta fyrir sér.Nánar...
Þekkingartap í uppsögnum
Þetta eru umbreytingatímar fyrir marga vinnustaði. Fyrir utan þann tilfinningalega skaða sem hlýst af uppsögnum er einnig um að ræða áþreifanlegan kostnað þegar margra ára þekking og reynsla fer út. Nánar...
Að þróa með sér jákvætt viðhorf
Margir eru þeirrar skoðunar að viðhorf þeirra sé afleiðing ytri aðstæðna. Þeir gleyma því að viðhorf okkar er afleiðing þess hvernig við ákveðum að túlka það sem gerist í kringum okkur. Nánar...
Að komast í hugflæði
Margir hafa lýst hugflæði sem áreynsluleysi sem þeir finna fyrir á augnablikum sem eru þau bestu í líf þeirra. Íþróttamenn nefna þetta „að vera í stuði“, trúarlegir dulspekingar tala um „alsælutilfinningu“, listamenn og tónlistarmenn fjalla um „fagurfræðilega sæluvímu“. Nánar...
Gjörhygli - listin að lifa í núinu
Lífið gerist í núinu. En allt of oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að hraða okkur fram hjá mikilvægum augnablikum í dag og eyða dýrmætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. Nánar...
Horft til framtíðar - erum við tilbúin í slaginn?
Í kjölfar hins alvarlega hruns sem efnahagskerfi okkar hefur farið, og er að fara í gegnum, hafa heyrst raddir um nauðsyn þess að byggja samfélag og fyrirtæki upp frá grunni á nýjum gildum. Nánar...
Þetta unga fólk!
Oft heyrast þær raddir að erfitt sé að hafa ungt fólk í vinnu. Þessi umræða gengur jafnvel svo langt að heyra má þau sjónarmið að unga fólkið sé latt, ábyrgðarlaust, kunni ekki að vinna og hafi jafnvel engan metnað. Nánar...
Þakklæti – leið til fyllra lífs
Þakklæti er ekki málefni sem er mikið rætt í íslensku samfélagi. Það má líka gera því skóna að íslenskur menningarheimur og arfleifð ýti frekar undir þá tilhneigingu að þykja fínt að vera sinn eigin herra og engum háður.Nánar...
Að ná sér eftir mótlæti í lífinu
Það er staðreynd að lífið færir okkur miserfiðar áskoranir til að takast á við. Andlát ástvinar, erfið æska, starfsmissir, skilnaður og önnur áföll af þessu tagi eru dæmi um slíka erfiða lífsreynslu. Nánar...
Uppsögn starfsmanna
Uppsögn er atburður sem alltaf er erfiður, sérstaklega fyrir þann sem sagt er upp en einnig þann sem er í því hlutverki að segja upp. Mikilvægt er að vanda til verka því þetta er ekki viðtal til að gera mistök í.Nánar...
Um samskipti kvenna á vinnustöðum
Um áraraðir hefur stærsta áskorun kvenna á vinnumarkaðinum verið að komast í gegnum glerþakið og jafna stöðu kynjanna. Þó að glerþakið hafi kannski ekki verið fjarlægt fullkomlega hefur mikill árangur náðst á undanförum áratugum. Nánar...
Svartsýni vinnur engar orrustur
Rannsóknir margra ára hafa leitt í ljós að það er viðhorf okkar og túlkun á því sem gerist í lífi okkar sem ræður því hvernig okkur líður. Einnig hefur verið vísindalega sannað að bjartsýnt folk býr við betri andlega heilsu. Nánar...
Tíu atriði sem geta dregið úr áhrifum kvenna
Þó að glerþakið sé vissulega ennþá til staðar á íslenskum sem erlendum vinnustöðum draga konur sjálfar oft úr möguleikum á meiri starfsframa með tjáskiptum sínum. Þetta er það sem kom í ljós í könnun Catalyst.Nánar...
Þrjú einkenni vanlíðanar í starfi
Samkvæmt rannsóknum Gallup í Bandaríkjunum eru aðeins 25% starfsmanna áhugasamir um starf sitt, 55% leggja sig lítið fram og 20% vinna beinlínis gegn hagsmunum vinnuveitandans. Nánar...
Heiminn vantar fyrirmynd
Umræðan um gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar af þeirra völdum hefur verið nokkuð ruglingsleg og misvísandi fyrir almenning. Nánar...
Hollusta og tryggð starfsmanna - breyttur sálfræðilegur samningur
Fyrirtæki eru sífellt farin að gera sér betur grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar. Eitt af viðfangsefnum stjórnenda er að laða það besta fram í starfsfólki.Nánar...
Hvernig hlustandi ert þú?
Að hlusta af athygli er eitt af því sem góður stjórnandi verður af hafa vald á. Flestir stjórnendur eru sér meðvitaðir um að virk hlustun er mikilvæg hæfni í starfi.Nánar...
Á ég að gera þetta núna? Tímastjórnun í fimm einföldum skrefum
Flestir stjórnendur eru á því að þeir séu mjög uppteknir en geta yfirleitt ekki nefnt nákvæmlega við hvað.Nánar...
Að eiga við ágreining
Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur í stærri fyrirtækjum eyða ekki minna en 9,2% af sínum tíma í lausn ágreinings.Nánar...
Sjö aðferðir til að mynda góð tengsl við fólk
Með því að mynda góð tengsl við fólk nær maður að opna margar dyr hvort sem er í viðskiptum, einkalífinu eða hvað varðar starfsframa. Nánar...
Hrósar þú nægilega mikið?
Flestir eru í auknum mæli meðvitaðir um jákvæð áhrif þess að hrósa. Hins vegar erum við allt of spör á hrósið. Nánar...
Syndirnar sjö í sölumennsku
Virkilega framúrskarandi sölumenn eru sjaldgæfir. En það eru ófáir sem geta lært fagið vel.Nánar...
Nauðsynleg stjórnun starfsánægju
Ástæða þess að mikið hefur verið rætt og ritað um starfsánægju er að sterk tengsl eru á milli hennar og árangurs í starfi. Nánar...
Helstu ástæður þess að starfsfólk segir upp
Það er ekki óalgengt að þegar starfsmaður tekur ákvörðun um að segja upp, að það sé lokapunkturinn á ferli sem getur hafa staðið í langan tíma. Nánar...
Níu vinnubrögð framúrskarandi einstaklinga
Árið 1998 kom út bókin How to be a star at work; Nine Breakthrough Strategies You Need to Succeed eftir Robert E. Kelley.Nánar...
Syndirnar sjö í sölumennsku
Virkilega framúrskarandi sölumenn eru sjaldgæfir. En það eru ófáir sem geta lært fagið vel. Nánar...
Hversu full er fatan þín?
Neikvæðni á vinnustað kostar efnahagslífið 300 miljarða dollara á ári auk þess sem hún fælir burt viðskiptavini. Nánar...
How to become a star at work
In 1998, professor Robert E. Kelley published his book How to be a star at work; Nine Breakthrough Strategies You Need to Succeed.Nánar...
Hafa karlmenn og konur mismunandi stjórnunarstíl?
Nálgast þau stjórnun með mismunandi hætti? Á undanförnum árum hafa margir reynt að svara þessari spurningu.Nánar...
Það sem einkennir framúrskarandi sölumenn
Í sölu er munurinn milli framúrskarandi sölumanna og meðalsölumanna meira áberandi en í öðrum starfsgreinum. Nánar...
Sjálfstraust skiptir sköpum
Sjálfstraust er sú upplifun að eiga skilið árangur, velgengni, vellíðan, ánægju og hamingju. Nánar...
Að sigrast á fullkomnunaráráttu og ná meiri árangri
Finnst þér oft að það sem þú gerir sé ekki nógu gott? Ef svo er, þá er líklegt að þú þjáist af fullkomnunaráráttu. Nánar...
Að öðlast framkvæmdagleði og takast á við frestun
Frestun er eitthvað margir eiga í erfiðleikum við að venja sig af. Afleiðing frestunar er oft mikil og ónauðsynleg tímasóun.Nánar...
Leyniskyttur, fýlupúkar, vitringar og nöldrarar
Flestir þekkja einhverja erfiða einstaklinga. Fæstir viðurkenna að þeir séu erfiðir í samskiptum. Við reynum að lágmarka samskipti okkar við það fólk sem okkur gengur erfiðlega að ná saman við. Nánar...
Samvinna mismunandi kynslóða á vinnumarkaðinum
Á vinnumarkaðinum eru mismunandi kynslóðir með mismunandi væntingar, óskir, þarfir og skuldbindingar. Hvert lífsskeið hefur sínar þarfir og spurningar sem þarf að til móts við. Nánar...
Að skapa starfsanda sem örvar árangur
Í bókinni Primal leadership greina Goleman og félagar frá niðurstöðum á viðamiklum rannsóknum á frammistöðu 3.870 leiðtoga um allan heiminn. Nánar...
Tíu einkenni þeirra sem eru skapandi
Skapandi hugsun er viðhorf; hæfnin til að samþykkja breytingar og hið nýja, vilji til að leika sér með hugmyndir og möguleika, sveigjanlegt hugarfar, að njóta hins góða og leita leiða til að bæta enn úr því. En hvað einkennir þá sem eru skapandi?Nánar...
Neikvætt hugarfar stendur í vegi fyrir skapandi hugsun
Eðli starfa er að breytast. Stöðugt stærri hluti verkefna varðar þróun, framtíðina, aðlögun og breytingar. Því reynir mikið á hina skapandi hugsun og hún skiptir vaxandi máli í fyrirtækjum í dag. Skapandi hugsun hjálpar fyrirtækjum að vaxa og dafna og kemur í veg fyrir stöðnun. Nánar...
Maður sem nær árangri er með áætlun
Það er ekki tilviljun að sumir ná meiri árangri og koma oftar og fyrr í mark en aðrir. Rannsóknir sýna að þeir sem ná háum hæðum hafa haft það mark í miðið í einhvern tíma. Þeir sem ná árangri hafa markmið og það er markið sem þeir miða á sem knýr þá áfram: Tindurinn fyrir fjallgöngumanninn, kakan fyrir bakarann og bókin fyrir rithöfundinn. Nánar...
Að takast á við breytingar og andstöðu starfsfólks
Breytingar innan vinnustaða fjalla að stærstum hluta um breytingar á hegðun fólks. Því er mikilvægt að fólkið sjálft sé tilbúið til að breyta. En ekki er óalgengt þegar breytingar eru innleiddar að það komi upp andstaða hjá starfsfólkinu gagnvart breytingunum. Hún birtist m.a. í eftirfarandi setningum: "Það er bara verið að breyta til að breyta", "Það er engin ástæða til að breyta", "Við höfum aldrei gert þetta svona" eða "Við höfum alltaf gert þetta svona". Fólk er misvel í stakk búið til að takast á við breytingar. Nánar...
Ágreiningur og árangur í hópum
Flestir hópar fara í gegnum nokkur þroskastig frá því hópurinn kemur saman í fyrsta skipti og þangað til hann er farinn að ná árangri. Ein af merkilegri kenningum um hópa er eftir Bruce Tuckman (1965). Samkvæmt Tuckman fara hópar venjulega í gegnum fjögur stig sem gagnlegt er að þekkja: mótunarstig (forming), ágreiningsstig (storming), umræðustig (norming) og árangursstig (performing). Reynslan sýnir að hópar þurfa að fara í gegnum öll stigin ef þeir vilja vera árangursríkir.Nánar...
Hugarfarið gerir gæfumuninn
Hugarfar okkar ræður því hvernig við nálgumst lífið. Það ræður því hvernig við berum okkur að og hvernig við tjáum tilfinningar okkar og hugsanir. Hugarfar okkar skiptir meira máli en staðreyndir. Það er mikilvægara en fortíðin, menntun okkar, peningar, efnahagsaðstæður, mistök, árangur og það sem annað fólk segir eða gerir. Það skiptir meira máli en útlit, gáfa eða hæfileikar. Rannsókn við Harvard háskólann t.d. sýndi að 85% af árangri, stöðuhækkun eða velgengni fólks má rekja til hugarfars og aðeins 10% til hæfni og þekkingar. Samt verjum við 90% af okkar tíma á skólaárunum í að byggja upp þekkingu og aðeins 10% í tilfinningar, viðhorf og lífsleikni. Nánar...
Að trúa á sjálfan sig og aðra
Einu sinni var strákur sem útskrifaðist úr menntaskóla með hæstu einkunn og sótti síðan um inngöngu í háskóla. Hann þurfti að taka inntökupróf og nokkrum vikum seinna fékk hann bréf um að hann hefði komist inn og hlotið 99 stig. Hann var ánægður með það að komast inn í háskólann, en óánægður með þessi 99 stig, sem hann hélt að væri greindarvísitala hans.Nánar...
Að gera eitthvað úr því sem í manni býr
Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Við eigum í látlausum innri samræðum og það hvernig við tölum við okkur sjálf hefur mikið að segja um hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur. Hugsanir okkar geta unnið með okkur, en líka á móti okkur. Nánar...
Vinna, vellíðan og velgengni á ábyrgð stjórnenda
Fyrir Alþingi liggur frumvarp félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir skriflegu mati atvinnurekenda á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem geta stofnað öryggi og andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna í hættu. Nánar...
Þegar vinnan tekur yfir...
Margir starfsmenn verja mörgum klukkutímum í erfiðu og streituvaldandi starfi og hörfa til síns heima ekki til að fá hvíld og andlega næringu heldur til að fela sig og tjá óánægju sína eftir ömurlegan dag. Þeir eru sammála þeirri klisju að árangur útheimtir erfiði og fórnir og að hann fari yfirleitt á kostnað einkalífsins.Nánar...
Hvers vegna fólk miðlar ekki þekkingu
Í hverju einasta fyrirtæki er til mikið af sérþekkingu á öllum stigum ? þekkingu á þörfum viðskiptavina, þekkingu á því hvernig hægt væri að bæta vinnuferla og þekkingu á því hvaða nýjar vörur eða þjónustu væri hægt að þróa. Nánar...
Markmiðasetning
Markmiðasetning er aðferð sem fjöldi fólks notar til að ná persónulegum markmiðum. Á gamlárskvöld eða í lok sumarsins setja fjölmargir sér metnaðarfull markmið fyrir næstu sex eða tólf mánuði. Hálf íslenska þjóðin gerir áramótaheit um að hreyfa sig meira, grenna sig eða verða betri manneskja. Nánar...
Self management
Near the end of their lives all of a sudden many people appear to have the need and time to reflect on what really matters. Often people in their seventies or eighties, thinking over their lives, wish that they had made different choices about the way they lived. Nánar...
Að takast á við "erfiða viðskiptavini"
Erfiðir viðskiptavinir kenna þér um allt sem hefur farið úrskeiðis í lífi þeirra. Þeir eru gjarnan dónalegir og ósanngjarnir og beina reiði sinni að þér. Rannsóknir sýna að 90% óánægðra viðskiptavina koma ekki aftur til að kaupa hjá þér þjónustu og segja mörgum öðrum frá því. Því er ráðlegt að vera jákvæður og taka vel á móti kvörtunum þar sem þær veita tækifæri til að betrumbæta. Nánar...
Sjálfsvirðing mikilvægari en flest annað
Sjálfsvirðing er að vera andlega reiðubúinn til að upplifa sjálfan sig sem persónu sem er í stakk búin til að takast á við helstu áskoranir lífsins. Sjálfsvirðing byggist á tveimur þáttum: trú á eigin getu og sjálfstraust.Nánar...
Að laða fram það besta hjá sjálfum sér
Við þurfum öll á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við lífsins áskoranir og breytingar í umhverfinu okkar. Skortur á sjálfstrausti getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Nánar...
Tíminn flýgur
Þegar ævilokin nálgast hafa margir þörf fyrir að velta fyrir sér hvað skiptir raunverulega máli. Fólk, þegar það horfir til baka, óskar þess oft að það hefði tekið aðrar ákvarðanir um líf sitt. Margir hugsa um það sem þeir gerðu og ennþá fleiri um það sem þeir hefðu viljað gera en gerðu ekki. Nánar...
Að læra krefst hugrekkis
"Nám er það sem eftir er þegar maður er búinn að gleyma því sem maður lærði", sagði einhver nemandi á námskeiði hjá okkur. Í þessu felast vissulega sannleikskorn. Nánar...
Streita: ógnun eða áskorun?
Streita er einkenni dagslegs lífs, öll þekkjum við streitu og öll upplifum við streitu, sumir þó meira en aðrir. Fólk er mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Nánar...
Að láta draumana rætast
Markmiðasetning er aðferð sem fjöldi fólks notar til að ná persónulegum markmiðum. Á gamlárskvöld eða í upphafi nýs árs taka fjölmargir ákvörðun um að breyta einhverju og setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu tólf mánuði. Hálf íslenska þjóðin gerir áramótaheit um að hreyfa sig meira, grenna sig eða verða betri manneskja. Nánar...
"Sölumaðurinn forðaði sér og ég gekk út."
Mikilvægi framúrskarandi þjónustu í nútímaþjónustufyrirtækjum er algjört. Léleg þjónusta er ávísun á slæmt umtal, fjölda kvartana, óánægju viðskiptavina, óánægju starfsfólks og að lokum færri viðskiptavini. Það þarf ekki að hlusta lengi í fjölskylduboðum til að taka eftir því að þjónustan er ofarlega í hugum fólks. Nánar...
Ef þig getur dreymt það, þá getur þú það
Einu sinni var ferðalangi sem villtist og bankaði upp á hjá fólki. Þegar húsbóndinn kom til dyra sagðist ferðalanginn vera villtur. Húsbóndinn spurði: "Veistu hvar þú ert?" Ferðalanginn svaraði: "Já, ég sá skilti þegar ég labbaði inn í þorpið." Húsbóndinn sagði: "Veistu hvert þú ert að fara?" Ferðalanginn svaraði þessari spurningu einnig játandi. Þá mælti húsbóndinn: "Þá ert þú ekki villtur, þú veist hvar þú ert og þú veist hvert þú ætlar. Þig vantar bara leiðbeiningar um hvernig þú kemst þangað." Nánar...
Að búa til hæfa stjórnendur
Stjórnendur gegna lykilaðstöðu í fyrirtækjum við að ná árangri. Allar breytingar hefjast með þeim og það eru þeir sem fylgja þeim eftir. Ef stjórnandinn er ekki hæfur má ekki búast við að restin muni spjara sig. Nánar...
Að stýra eða hvetja
Sumir stjórnendur eru afar stjórnsamir og beita mikilli stýringu í stjórnun sinni á meðan aðrir dreifa miklu valdi, skipta sér lítið af - að því er virðist - og beita fyrst og fremst hvatningu og eftirfylgni. En það er ekki allt sem sýnist. Fyrst og fremst þarf að beita stjórnunarstíl sem hæfir aðstæðum!Nánar...
Hverjir eru þínir tímaþjófar?
Hver kannast ekki við það að hafa engan tíma til að sinna sjálfum sér, að tíminn virðist fljúga, að vera allan daginn að leysa vandamál, að dagurinn mætti hafa 48 klukkutíma? Jafnvel þó að við reynum að nýta tímann vel höfum við á tilfinningunni að við höfum ekki nóg af honum. Nánar...
Lærðu eins og þú munir lifa að eilífu
Krafan um þekkingu, aukna sérhæfingu og fjölbreyttara menntastig á flestum sviðum hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Aldrei fyrr hafa verið gerðar eins miklar kröfur til starfsfólks og nú. Vinnan er orðin flóknari, sem krefst aukins innsæis og samstarfs, og hraðinn er orðinn meiri, sem krefst frumkvæðis og drifkrafts. Nánar...
Hegðunartengd ráðningarviðtöl
Margar leiðir eru færar til að velja rétta starfsfólkið og lykilspurningin í ráðningarferlinu er því hvernig á að finna þann einstakling sem mun koma til með að standa sig best við að uppfylla þær kröfur sem starfið gerir til hans. Mikilvægt er að vanda vel til verksins því ef illa er staðið að málum situr fyrirtækið uppi með afleiðingarnar. Nánar...
Hugflæði
Sumir njóta þess að mála, aðrir hafa gaman af því að klífa fjöll. Sumum finnst mjög gefandi að vera foreldri og aðrir helga sig vinnunni. En er eitthvað sameiginlegt með þessari upplifun fólks? Mihaly Csikszentmihaly, prófessor í sálfræði við Háskólann í Chicago og metsöluhöfundur, hefur í yfir 30 ár leitað að svari við spurningunni hvað gefur lífi fólks merkingu og gerir það ánægjulegt. Nánar...
Allir verða stjörnur
Árið 2000 kom út bókin Hidden Value: How Great Companies Achieve Extraordinary Results with Ordinary People eftir Charles A. O´Reilly III, prófessor í mannauðsstjórnun og fyrirtækjaþróun við Stanford háskóla og Jeffrey Pfeffer, prófessor í fyrirtækjaþróun við Stanford viðskiptaháskólann. Nánar...
Að leysa ágreining
Að eiga í ágreiningi er óhjákvæmilegur hluti af daglegu lífi okkar og starfi. Það er hvorki æskilegt né mögulegt að koma í veg fyrir ágreining. Ef vel er að málum staðið eru mismunandi skoðanir uppspretta nýrra hugmynda því aðeins með því að tjá ólíkar skoðanir er hægt að komast að góðum lausnum á vandamálum. Nánar...
Leynimorðingjar, einræðisherrar og nöldrarar
Erfiðir einstaklingar kosta okkur hin mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim. En það er einmitt ergelsið sem fær okkur til að grípa til aðgerða. Nánar...
Að segja upp starfsmanni
Uppsögn er stórt áfall í lífi starfsmanns. Hér er um að ræða átakanlegan atburð sem kallar fram mjög sterkar tilfinningar og raskar þeirri mynd sem viðkomandi hefur af veruleikanum: hvernig hlutirnir, fólkið og hann sjálfur er og hvert sambandið er milli þessa alls. Nánar...
Mastering Personal Marketing
The moment you have waited for with anticipation is here: your job interview. You take another deep breath, wipe your sweaty palms, and muster upp all your confidence.Nánar...
Að stjórna eigin tilfinningum
Hæfni í mannlegum samskiptum gerir gæfumuninn hjá þeim sem ná árangri. Rannsóknir á frammistöðu framúrskarandi starfsmanna leiða í ljós að tilfinningagreind skýrir um 70% af frammistöðu þeirra.Nánar...
Starfsþróunarviðtalið
Undanfarin ár hefur hugtakið "employability" eða "hæfnisgildi" öðlast sífellt meiri sess í umræðunni og þá sérstaklega framtíðarhæfni. Áður fyrr snérist umræðan einkum um starfsöryggi, þ.e. að vera í föstu starfi og vita nákvæmlega hvernig framtíðin liti út. Nánar...
Hvað lifa fyrirtæki lengi?
Árið 1997 kom út bókin The Living Company: Growth, Learning and Longevity in Business eða Hið lifandi fyrirtæki, vöxtur, lærdómur og langlífi í viðskiptum. Nánar...
Nokkrar staðreyndir um fyrirlestrarkvíða
Það er kunn staðreynd að stórum hluta fólks vefst tunga um tönn eigi það að flytja ræðu og margir segjast ekki geta hugsað sér að gera slíkt. Í bókinni The Book of Lists eftir David Wallechinsky, Irving Mallace og Amy Wallace var fólk í Bretlandi og Bandaríkjunum beðið um að nefna þau 14 atriði sem það kviði mest fyrir. Nánar...
Geta fyrirtæki lært?
Grundvallarhugmyndin um lifandi fyrirtæki byggist á lífrænni líkingu, fyrirtæki eru eins og lífverur, markmið þeirra er að lifa af, vera varanleg og stöðug.Nánar...
Stöðug þekkingaröflun lykillinn að árangri einstaklinga og fyrirtækja
Gary Hamel, einn þekktasti fræðimaður heims á sviði breytinga, sagði að það eina sem menn gætu gengið að sem vissu væru breytingar. Aldrei fyrr hafa þessi orð verið eins sönn og einmitt núna í dag þar sem þekking og hæfni úreldast á nokkurra ára eða jafnvel nokkurra mánaða fresti. Nánar...
Persónuglugginn
Mikilvægt er fyrir stjórnendur að geta haft áhrif á starfsmenn og bætt hegðun þeirra. Ein aðferð til að ná því markmiði er að veita endurgjöf (feedback). Að veita endurgjöf er að hafa samskipti með orðum eða án orða við einstakling eða hóp í þeim tilgangi að veita þeim upplýsingar um áhrif hegðunar þeirra á þig.Nánar...
Stjórnun þekkingar: Leið til að ná samkeppnisforskoti
Þau fyrirtæki sem vilja ná samkeppnisforskoti verða að leggja rækt við þrjá þætti: mannauðinn, þekkingu og þjálfun. Nánar...
Kjarnahæfileikar
Í fjölda bóka um stjórnun hefur verið fjallað um mikilvægi þess að starfsfólk fái hrós og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Í bókinni Mínútustjórnun eftir Kenneth Blanchard og Spencer Johnson er því lýst hvernig hægt er að gera það á einni mínútu með því að horfa í augu fólks, snerta það o.s.frvNánar...
Þekkingarfyrirtækin og hlutverk stjórnenda
Aldrei fyrr hafa verið gerðar eins miklar kröfur til stjórnenda og nú. Vinnan er orðin flóknari, sem krefst meira samstarfs og innsæis, hraðinn er orðinn meiri, sem krefst frumkvæðis og drifkrafts, og breytingarnar örari, sem krefst þess að menn séu opnir fyrir nýjum tækifærum og tilbúnir til að breyta. Nánar...
Mistök í ráðningum eru dýru verði keypt
Þegar kemur að starfsmannavali er mikilvægt að vanda vel til verksins því rétt fólk í réttum störfum er undirstaða velgengni fyrirtækja. Nánar...
Að þekkja hlutverkin
Ein af merkilegri kenningum í stjórnunarfræðunum er kenningin um hóphlutverk eftir breska sálfræðinginn Meredith Belbin. Hann hefur um árabil rannsakað hópa og hvað það er sem gerir þá árangursríka. Bók hans, Management Teams, hefur verið nefnd m.a. af Financial Times sem ein af fimmtíu bestu bókum um stjórnun frá upphafi. Nánar...
Listin að veita góða endurgjöf
Endurgjöf má sjá sem aðferð til að skýra og bæta samskipti milli fólks. Að veita endurgjöf á réttan hátt er ein mikilvægasta aðferð stjórnenda við að aðstoða starfsmenn við að bæta skilvirkni þeirra og ná settum markmiðum. Hægt er að skipta endurgjöf í tvennt, annars vegar styrkjandi endurgjöf (með það að markmiði að styrkja ríkjandi hegðun) og hins vegar leiðréttandi endurgjöf (með það að markmiði að fá fram breytingu á hegðun). Nánar...