Ráðgjafarfærni


Að veita ráð á réttan hátt

Mikilvægi ráðgjafar hefur aldrei verið meira en nú. Á sama tíma og krafa viðskiptavina um góða þjónustu vex hratt er flækjustig óska, vara og þjónustu að aukast. Veruleiki margra er að þurfa stöðugt oftar að gefa sér tíma með viðskiptavinum og samstarfsfólki til að greina mál, útskýra, leysa úr og veita ráð. Dæmi um það eru forritarar, ráðgjafar, lögreglumenn, fjölmiðlafólk, þjónustufulltrúar, sérfræðingar, sölumenn og stjórnendur sem þurfa að geta greint mál til að taka ákvarðanir ásamt öllum þeim sem á einhvern hátt starfa beint eða óbeint við ráðgjöf. Sá sem ráðleggur ber mikla ábyrgð og því er mikilvægt að fagleg vinnubrögð sé viðhöfð. 

Það að veita ráð er flókið ferli sem byggir á mörgum eiginleikum. Einn af þeim eiginleikum er að geta gert fullnægjandi greiningu á þörfum, væntingum, vandamálum, kröfum o.fl. Síðan þarf að vinna úr upplýsingunum og leggja fram möguleikana sem í boði eru og aðstoða við val á þeim. Færni í samtalstækni er einn af lykilárangursþáttum í ráðgjöf. En það er færni til að hlusta og spyrja spurninga, gera samantekt og athuga með skilning á viðmælandanum og umræðuefninu. 

Í ráðgjöf reynir oft á persónulegan styrk ráðgjafans. Dæmi um það er þegar ekki fer saman það sem viðmælandinn vill heyra og það sem hann þarf að heyra. Einnig þarf ekki að fara saman það sem viðmælandann langar til að fá og það sem mögulegt er og honum fyrir bestu. Sjálfstraust þarf því að vera nægjanlegt til að þora að segja það sem segja þarf og lipurð í samskiptum þarf að vera nægjanleg til að geta rætt þannig mál án þess að það trufli ráðgjafarferlið.

Á námskeiðinu er farið í hagnýtar æfingar sem reyna á ráðgjafarfærnina og gefa þátttakendum innsýn í eigin styrkleika og þróunarmöguleika á sviði ráðgjafar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður sem gefur rými til að ræða eigin aðstæður og þróun.

Lengd námsins
Lengd námsins er 20 klst.

Fjöldi þátttakenda
Til að tryggja hámarksárangur er fjöldi þátttakenda takmarkaður við 16.

Leiðbeinandi: 
Aðalþjálfari er Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. En aðrir þjálfarar koma einnig að náminu. 

Nánari upplýsingar um skipulag námsins er að finna hér

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |