Samskiptastílar - MBTI


Öll erum við einstök en samt svo lík. Munurinn sem er á okkur veldur því m.a. að okkur gengur misjafnlega að ná til sumra en annarra. Lykilatriði er að skilja hvernig við höfum samskipti. Það auðveldar öll samskipti að vita hvernig fólk hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. 


Ein þekktasta aðferðin til greiningar á samskiptastílum er byggð á kenningu Carl Gustaf Jung um sálfræðilegar týpur. En sú kenning gefur innsýn í hegðun og samskiptamáta fólks. Gerð er greinarmunur á 16 sálfræðilegum týpum útfrá fjórum þáttum sem eru Extrovert-Introvert, Sensing-Intuition, Thinking-Feeling og Judging-Perceiving. Þekking á þessum eðlislæga mismun milli einstaklinga opnar nýjar víddir í samskiptum og auðveldar skilning í umburðarlyndi og árangur í samskiptum.


Á námskeiðinu svara þátttakendur stuttum spurningalista, fluttur er fyrirlestur um kenninguna og farið er í æfingar sem draga fram mismuninn milli einstaklinganna. Samskipti við vinnufélaga, ættingja, maka og viðskiptavini verða aldrei eins eftir þetta námskeið.


Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

 • Mismunur á milli einstaklinga.
 • Persónuleikatýpur.
 • Algengur misskilningur í samskiptum.
 • Ólíkar leiðir fólks í samskiptum.
 • Ólíkar leiðir við lausn vandamála.

Ávinningur:

 • Aukinn skilningur á eigin samskiptastíl og annarra.
 • Þekking á algengum vandamálum í samskiptum.
 • Meiri þekking á eðlislægum styrkleikum.
 • Þekkja leiðir til vinna með ólíku fólki.
 • Meira umburðarlyndi og ánægjulegri samskipti.

Kennsluaðferðir:

 • Spurningalisti.
 • Fyrirlestur.
 • Umræður.
 • Æfingar.
 • Virk þátttaka.

Lengd: 
Námskeiðið er 3 klst. að lengd.

Leiðbeinandi: 
Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |