Ummæli viðskiptavina


"Við hjá Olís höfum notið frábærrar leiðsagnar Ingrid og Eyþórs á fjölmörgum námskeiðum sem Þekkingarmiðlun hefur haldið fyrir okkur. Fagmennska, léttleiki, frábær framsetning og hæfileiki til að setja efnið fram á grípandi hátt einkennir öll þeirra verkefni."

Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri 

 

"Símenntun Háskólans á Akureyri hefur átt farsælt samstarf við Þekkingarmiðlun í mörg ár og hefur mat þátttakenda á námskeiðum þeirra verið framúrskarandi gott."

Elín Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri Símenntar HA

 

"Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Þekkingarmiðlun. Ingrid og Eyþór eru fagleg og skemmtileg. Það er unun að vinna með þeim."

Ragnhildur Vigfúsdóttir, starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar

 

"Það er gott að geta leitað til reynsluboltanna hjá Þekkingarmiðlun til að miðla af víðtækri þekkingu á sviði mannauðsmála eða þegar leysa þarf úr flóknum viðfangsefnum sem upp geta komið."

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands

 

"N1 hefur lengi átt mjög gott samstarf við Þekkingarmiðlun þar sem leiðbeinendur fyrirtækisins hafa miðlað af þekkingu sinni og reynslu til starfsmanna N1. Við erum afskaplega ánægð sem samstarfið og þá þjónustu sem Þekkingarmiðlun veitir. Við mælum hiklaust með fyrirtækinu þegar kemur að fræðslu og þjálfun starfsmanna sem og ráðgjöf til stjórnenda og sérfræðinga."

Sigríður Harðardóttir, sérfræðingur á mannauðssviði N1

 

"Prentmet hefur hefur nýtt þjónustu Þekkingarmiðlunar  s.l. 10 ár bæði fyrirlestra fyrir alla starfsmennina og námskeið fyrir bæði stjórnendur og framlínufólk.  Þekkingarmiðlun er með framúrskarandi þjónustu og fyrsta flokks leiðbeinendur, öll vinnan hjá þeim einkennist af metnaði og faglegum  vinnubrögðum.    Bæði námskeið og fyrirlestrar hafa uppfyllt allar okkar væntingar og verið, fjölbreytt,  fræðandi, skemmtileg og eflt okkar fólk."

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfsandi stjórnarformaður Prentmets

 

"Mín reynsla af námskeiðum Þekkingarmiðlunar er að þau eru undantekningarlaust afar vönduð, hagnýt og skemmtileg!"

Ingunn Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ

 

"Þekkingarmiðlun veitti okkur sérsniðin námskeið, sem hentuðu því bæði sérfræðingum og stjórnendum.  Framsetning námskeiðanna var persónuleg, lifandi og síðast en ekki síst virkilega gagnleg."

Sonja Björk Frehsmann, deildarstjóri hjá Símanum

 

"Fagmennska, jákvæðni og einlægur vilji til þess að koma á móts við þarfir viðskiptavinarins er það sem einkennir þjónustu Þekkingarmiðlunar hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða fræðslu."

Sif Svavarsdóttir, verkefnastjóri í fræðslu hjá Eimskip

 

"Fræðsludeild ASÍ og Félagsmálaskólinn hafa margsinnis leitað til Þekkingarmiðlunar vegna kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum og vegna styttri fyrirlestra, ásamt því að fá þau til að vera með ýmisskonar fræðslu fyrir starfsfólk skrifstofu ASÍ.   Ætíð hafa verkefnin verið innt af hendi á fagmannlegan hátt og greinilegt að Þekkingarmiðlun leggur metnað sinn í hvert verkefni.  Þau hafa yfir að ráða mjög hæfa einstaklinga og fjölbreytt úrval af námskeiðum.  Þar fyrir utan er þjónusta Þekkingarmiðlunar óaðfinnanleg og mjög gott að eiga í samstarfi við alla þá aðila sem eru á þeirra vegum."

Eyrún Björk Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ og skólastjóri Félagsmálaskóla alþýðu

 

"Við hjá EFLU hf verkfræðistofu höfum margoft notað þjónustu hjá Þekkingarmiðlun. Öll námskeið og fyrirlestrar hafa verið fyrsta flokks, vel unnir og fagmannlegir."

Ásta Björk Sveinsdóttir, starfsmannastjóri hjá EFLU

 

"Fyrir nokkrum árum stóð SS frammi fyrir því að velja aðila til að vinna með félaginu að þjálfun stjórnenda til framfara á ýmsum sviðum. Eftir að hafa setið námskeið með Eyþóri sáum við að þar fór aðili sem ekki aðeins var afburðahæfur heldur hafði einnig þá nálgun sem við höfðum í huga og við höfum unnið farsællega með honum síðan."

Steinþór Skúlason, forstjóri SS

  

"Eyþór hefur reynst okkur afar vel við að efla okkar stjórnendateymi. Hann kemur námsefninu vel frá sér á einstaklega skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Hann á auðvelt með að ná athygli þátttakenda og fær fólk til að taka virkan þátt á námskeiðum sínum á mjög praktískan hátt sem nýtist í daglegu starfi stjórnanda. Námskeiðin hafa styrkt stjórnendur okkar og gert þá enn hæfari og sjálfstæðari í sínu starfi."

Fjóla K. Helgadóttir, starfsmannastjóri hjá IKEA


"Námskeið Þekkingarmiðlunar gera þátttakendur ótvírætt að hæfari stjórnendum. Þau þjappa stjórnendum saman og stuðla að því að þeir myndi öfluga heild."

Trausti Gylfason, öryggisstjóri Norðuráls


"Við hjá Íslenskum aðalverktökum  höfum fengið fyrirlesara frá  Þekkingarmiðlun til að koma og halda námskeið og styttri fyrirlestra um starfstengd mál fyrir starfsmenn okkar. Í hvert skipti hefur frammistaða fyrirlesara Þekkingarmiðlunar farið fram úr væntingum starfsmanna okkar, bæði fyrir faglega þekkingu sem og  fyrir sérstaklega líflega fyrirlestra. Fyrirlesarar Þekkingarmiðlunar  styðjast við fjölda rannsókna og bóka um málefnin sem fjallað er um, sem segir allt sem segja þarf um metnaðinn hjá þeim.  Sérstaklega vil ég hrósa Eyþóri Eðvarðssyni fyrir fróðlega fyrirlestra sem hann kryddar með miklum húmor og leikrænum tilþrifum. Það fara allir brosandi út :-)"


Dagmar Viðarsdóttir, mannauður og markaðsmál ÍAV

"Actavis hefur verið í farsælu samstarfi við Þekkingarmiðlun í mörg ár. Þau námskeið sem við höfum fengið inn til okkar hafa fallið vel í kramið hjá starfsmönnum fyrirtækisins og nýst þeim vel. Leiðbeinendur frá Þekkingarmiðlun eru líflegir og blanda æfingum inn í þjálfun sem við teljum mikilvægt til að efla hæfni starfsmanna. Styrkur Þekkingarmiðlunar felst einkum í persónulegri þjónustu, fagmennsku og sveigjanleika sem hentar okkur hjá Actavis mjög vel."

Hildur Arnars Ólafsdóttir, fræðslustjóri Actavis á Íslandi


"Fagmennska, sveigjanleiki og þjónustulund eru þau viðmót sem hafa einkennt samskipti okkar við Þekkingarmiðlun í gegnum árin.  Meira þarf ég ekki fyrir þann fjölbreytta hóp starfsmanna sem ég þjóna."

Vilborg Gunnarsdóttir, starfsmannastjóri Verítas 


"Hjá Þekkingarmiðlun liggur hafsjór mikilvægrar þekkingar sem við í FOCAL höfum nýtt okkur með margvíslegum hætti í meir en áratug. Við höfum sent alla okkar starfsmenn á ýmis námskeið hjá Þekkingarmiðlun, haldið marga starfsdaga og fræðslustundir með þeim,  fengið starfsmenn þeirra til að halda fyrirlestra á FOCAL ráðstefnum sem og til þess að sjá um starfsviðtöl fyrir FOCAL í gegnum tíðina. Þekkingarmiðlun hefur einstakt lag á að miðla þekkingu með áhrifaríkum og markvissum hætti og er sú þekking ávallt byggð á faglegum forsendum og nýjustu rannsóknum og aðferðafræði hverju sinni.  Við í FOCAL gefum Þekkingarmiðlun hæstu einkunn og hvetjum aðra til að nýta sér þá faglegu þekkingu sem fyrirtækið hefur yfir að búa á hinum ýmsu sviðum."

Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi hjá FOCAL


"Við hjá Reykjanesbæ höfum verið í mjög góðu samstarfi við Þekkingarmiðlun til lengri tíma. Þjónustan, þekkingin og fagmennskan er til fyrirmyndar hjá Eyþór og Ingrid. Námskeiðin hafa verið vinsæl meðal starfsmanna okkar."  

Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar


"Þekkingarmiðlun hefur verið í samstarfi við Landspítala í mörg ár varðandi námskeið, fræðslufundi og fyrirlestra fyrir starfsfólk spítalans. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt og uppbyggjandi. Sérfræðingar Þekkingarmiðlunar hafa þekkingu og reynslu til þess að fræða mismunandi og fjölbreytilega starfshópa. Lögð er sérstök áhersla á undirbúning fyrir fræðsluna, sem hentar okkar starfsemi vel þar sem hún er mjög flókin.Tekið er mjög faglega á öllum málum. Við getum því eindregið mælt með fyrirtækinu og munum örugglega nýta okkur þjónustu þess áfram." 
Þórleif Drífa Jónsdóttir, verkefnastjóri mannauðsdeild Landspítala


"Þekkingarmiðlun hefur reynst Umhverfisstofnun afar vel, ekki síst í stjórnendaþjálfun. Þau hafa á að skipa hæfum stjórnendaþjálfum, sem eiga auðvelt með að setja sig í menningu vinnustaðar og ná að hrífa þátttakendur með sér í skapandi vinnu á hagnýtum lausnum."

Sigrún Valgarðsdóttir, mannauðsstjóri Umhverfisstofnunar


"Að skipta við Þekkingarmiðlun er bara ánægjulegt. Þau hlusta á þarfir okkar, framkvæma síðan með bros á vör og af gleði."

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs


"Við höfum fengið Þekkingarmiðlun til að halda ýmis námskeið og það hefur alltaf verið mikil ánægja meðal þátttakenda. Ég get hiklaust mælt með námskeiðum Þekkingarmiðlunar, en þau hafa nýst starfsfólki ISAL í hinu ýmsu störfum um verksmiðjuna, fyrir stjórnendur, leiðtoga og verkstjóra."
Harpa Björg Guðfinnsdóttir, leiðtogi fræðslumála hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. 


"Þekkingarmiðlun hefur séð um allmörg námskeið fyrir Kópavogsbæ, bæði stjórnendanámskeið og námskeið í tengslum við árlega heilsuviku. Námskeiðin eiga það sammerkt að þau eru skemmtilega sett fram, halda athygli þátttakenda og innihalda mjög gagnlegar upplýsingar. Þátttakendur hafa ávalt gefið námskeiðum Þekkingarmiðlunar hin bestu ummæli."
Árni Þór Hilmarsson, gæðastjóri Kópavogs


"Þegar ég bið um námskeið eða fyrirlestur frá Þekkingarmiðlun get ég ávallt verið viss um að leiðbeinendur sem mæta eru með allt sitt á hreinu og skila efninu sem um ræðir faglega og líflega til þátttakenda. Einnig vil ég geta þess að gott er hversu fljótt er brugðist við þegar maður óskar eftir fræðslu frá Þekkingarmiðlun."
Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri SFR


Nýlega leitaði ég til Þekkingarmiðlunar vegna verkefna sem tengdust þjálfun leiðara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um sérstakt átaksverkefni var að ræða sem tengdist samskiptum og stjórnun. Við vorum svo heppin að fá Ingrid Kuhlman til liðs við okkur enda tókst verkefnið einkar vel og nutum við faglegrar leiðsagnar hennar. Víðtæk og djúp þekking Ingrid á málefninu  skilaði sér vel til okkar og nutum við góðs af enda horfi ég til Þekkingarmiðlunar með framtíðarverkefni sem tengjast fagmennsku í vinnubrögðum. 
Una Eyþórsdóttir, mannauðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Þekkingarmiðlun er meðal framsæknustu fyrirtækja á sviði fræðslu á Íslandi í dag. Til margra ára hafa stjórnendur og starfsfólk Samskipa notið leiðsagnar sérfræðinga þeirra, með Eyþór Eðvarðsson í broddi fylkingar. Við þekkjum þau af áreiðanleika, fagmennsku, reynslu og framúrskarandi kennsluháttum. Við gefum þeim okkar bestu meðmæli.
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi Samskipa


Þekkingarmiðlun hefur í gegnum árin haldið námskeið af margvíslegum toga fyrir Isavia og forvera fyrirtækisins. Það er mitt mat að allt sem þau hafa haft fram að færa hafi komið starfsfólki okkar að ótvíræðu gagni. Námskeiðin hafa verið hnitmiðuð, fræðandi og skemmtileg.
Stefanía Harðardóttir, mannauðssvið Isavia


Fólkið okkar er gríðarlega ánægt með þau námskeið sem við höfum fengið frá Þekkingarmiðlun þar sem þau eru fræðandi, hagnýt og skemmtileg enda búa leiðbeinendurnir yfir yfirgripsmikilli fagþekkingu og reynslu á sínu sviði.
Ólöf Kristín Sívertsen, fagstjóri heilsuskólanna hjá Skólum ehf. 


"Í yfir 10 ár hef ég notað þjónustu Þekkingarmiðlunar og mun halda því áfram því hún er framúrskarandi á öllum sviðum. Þakka kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur hér í Garðlist."
Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar


"Þekkingarmiðlun býður upp á fjölbreytt námskeið og frábæra fyrirlesara með mikla þjónustulund og þekkingu á efninu. Námskeiðin eru aðlöguð að okkar þörfum. Ég mæli eindregið með námskeiðunum hjá Þekkingarmiðlun."
Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði


„Íslandsstofa hefur oftar en einu sinni fengið Eyþór Eðvarðsson til að vera með sölu- og þjónustuþjálfun í útflutningsverkefnum sínum. Á þessum námskeiðum eru öll helstu lykilatriðin matreidd á mjög lifandi og skemmtilegan hátt þannig að meiri þekking situr eftir en ella hjá þátttakendum og hugmyndir að innleiðingu nýrra aðferða verða mjög fljótlega að veruleika. Á námskeiðinu Að lesa sjálfan sig og aðra sem Ingrid Kuhlman hélt fengu allir verkfæri í hendurnar til að læra að lesa sjálfan sig og aðra sem nýtist klárlega í öllum samskiptum, hvort sem um er að ræða persónulega eða viðskiptalega. Það er margt sem kom manni á óvart og er öruggt að engum mun leiðast á þessu námskeiði.“
Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu


"Við hjá Sjóvá höfum fengið til okkar marga áhugaverða fyrirlesara frá Þekkingarmiðlun. Erindin hafa verið hvetjandi, lærdómsrík og sett fram með fagmannlegum hætti. Öll umgjörð, tímasetningar, samskipti og önnur skiplagning hafa einnig verið framúrskarandi. Mæli hiklaust með Þekkingarmiðlun."
Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri hjá Sjóvá


„Sem fyrirtæki í harðri samkeppni á þjónustumarkaði, þá höfum við lagt upp með að þjálfa og kenna okkar starfsfólki eins vel og frekast er kostur, með fullri vissu um að það skili sér til okkar viðskiptavina sem bætt og betri þjónusta. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá aðstoð frá Þekkingarmiðlun til þess að sjá til þess að svo geti orðið. Bæði hafa þau sérsniðið fyrir okkur námskeið um þjónustu og hvernig gildi Securitas (Hjálpsemi Heiðarleiki og Árvekni) skili sér út til okkar viðskiptavina og einnig höfum við fengið frábært tilbúið námskeið hjá þeim sem heitir Samskiptastílar (MBTI). Það er ekki spurning að þessi námskeið hafa slegið í gegn hjá þeim 30 starfsmönnum sem undir mitt svið heyra, og það skilar sér tvímælalaust til okkar viðskiptavina, og ég get sagt með stolti að við séum komin vel á veg með að veita öllum okkar innri og ytri viðskiptavinum, ekki bara góða þjónustu, heldur frábæra þjónustu.
Mitt mat að Þekkingarmiðlun eigi mikinn þátt í þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað hjá okkar starfseiningu, og kem ég hiklaust til með að leita til þeirra aftur, næst þegar ég leita eftir aðkeyptu námskeiði fyrir mitt starfsfólk. Kærar þakkir fyrir okkur.“
Kristinn Eldjárn Friðriksson, þjónustustjóri Stjórnstöðvarsviðs Securitas


"Það hefur reynst mjög vel að leita til Ingrid og Eyþórs hjá Þekkingarmiðlun bæði hvað varðar fræðslu og ráðgjöf. Fagmennska, einlægni, persónuleg og lífleg þjónusta einkennir þeirra vinnu."
Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands


„Mín reynsla  af Þekkingarmiðlun er mjög góð. Við höfum fengið fjölmörg námskeið frá þeim, bæði almenn og sérsniðin og okkar samstarf hefur gengið mjög vel. Leiðbeinendur eru ávallt mjög faglegir og leggja sig fram við að gera námskeiðin eins hagnýt og mögulegt er."
Elísabet Helgadóttir, fræðslustjóri Íslandsbanka


"Við hjá Íslandshótelum höfum lagt mikla áherslu á þjálfun starfsmanna og góð samskipti á milli viðskiptavinar og starfsfólks. Þekkingarmiðlun hefur síðustu ár spilað stórt hlutverk í mótun og framkvæmd þeirrar stefnu."
Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela hf.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |