Guðrún Bergmann


Guðrún Bergmann er ein af frumkvöðlum hvers kyns sjálfsræktarnámskeiða hér á landi og hefur verið leiðbeinandi á fleiri námskeiðum en tölur ná yfir frá árinu 1990. Hún hefur í starfi sínu hvatt fólk til að leita náttúrulegra leiða til að viðhalda góðri heilsu, auk þess sem hún hefur mikið sinnt umhverfismálum, m.a. innan ferðaþjónustunnar. Guðrún hefur skrifað 14 bækur og hafa nokkrar þeirra verið gefnar út í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi og Austurríki. Guðrún útskrifaðist sem Hypnothink þjálfari árið 1992, var vígð sem Reiki meistari árið 1997, útskrifaðist sem jógakennari árið 2002 og lauk háskólanámi í ferðamálafræðum sama ár. Hún var í Mastery University Tony Robbins árin 2005-2007 og er eini Íslendingurinn sem hefur verið í Platínum hópi hans. Guðrún hefur starfað sem persónulegur ráðgjafi og heilari frá árinu 1992 og nýtir til þess dulræna hæfileika sína. Hún leggur nú stund á One Command Excecutive Coaching og gerir ráð fyrir að ljúka námi fyrir árslok 2013. 

Guðrún rak fyrirtækið Karnabæ og undirfyrirtæki þess með eiginmanni sínum heitnum, Guðlaugi Bergmann frá 1982-1990, var ein af þremur eigendum Stjörnuspekimiðstöðvarinnar 1985-1989, rak Betra Líf frá 1989-1994, var einn af eigendum Nýaldarbóka, rak ferðaskrifstofu og útgáfufyrirtækið Leiðarljós með eiginminni sínum heitnum 1994-2004 og Hótel Hellnar frá 1998-2010, þegar hún seldi fyrirtækið. Nú rekur hún fyrirtæki sitt Græna Hæla og starfar sem fararstjóri í ferðum erlendis.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |