Sölumennska


Vinnustofa fyrir sölumenn

Sölumennska er starf sem hefur margar hliðar sem mikilvægt er að ná tökum á. Sölumenn eru mikið rannsakaður hópur því fáir eru í betri stöðu til að hafa áhrif á kaup viðskiptavina en sölumenn. Góðir sölumenn eru margskonar. Rannsókn sem Gallup í Bandaríkjunum gerði á færni framúrskarandi sölumanna sýndi að það er ekki til nein töfraformúla heldur virðast vera hægt að aðgreina yfir 30 tegundir af sölumönnum. Sem dæmi þá liggur það betur fyrir sumum að gera mjög vel við viðskiptavini, aðrir eru fljótir að ná tengslum, sumir eru ýtnir og sannfærandi, aðrir hrífa o.s.frv. Lykillinn að því að geta orðið framúrskarandi er því að sú náttúrulega aðferð sem fólk notar til samskipta henti þeirri vöru/þjónustu sem verið er að selja. 

Í þessari vinnustofu er fari í umræðu um sölumennsku í víðum skilningi. En starf sölumanna snertir fjölmarga fleti eins og þekkingu á vöru, siðferði, viðskiptasambönd, gæði vörunnar, eftirfylgni, þjónustu ofl. 

Vinnustofan hentar vel sölumannahópum sem vilja taka góða umræðu um sölumennsku og rýna í starfið og sjálfa sig í hlutverkinu. Farið er í nokkrar hagnýtar æfingar til að skerpa á sölufærninni. Um er að ræða lifandi og krefjadi vinnustofu sem hentar þeim sem eru í sölu.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
 • Tegundir sölumanna
 • Ímynd sölumanna og raunveruleiki
 • Sala, þjónusta, vara og viðskipti
 • Færni í sölumennsku
Ávinningur:
 • Meiri skilningur á árangri í sölu
 • Betri sala
 • Aukin færni í sölutækni
 • Jákvæðara viðhorf gagnvart sölumennsku
Kennsluaðferðir:
 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Hagnýtar æfingar
Lengd:
Námskeiðið er 8 klst. að lengd.

Leiðbeinandi:
Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |