Þorvaldur Friðriksson


Þorvaldur Friðriksson er stúdent frá MR 1972 og  lagði síðan stund á sagnfræði og bókmenntir við Háskóla Íslands. Lærði fornleifafræði í Svíþjóð við háskólanna í Gautaborg og Skokkhólmi.  Rannsakaði keltnesk áhrif í fornleifum á Íslandi og skrifaði BC ritgerði í fornleifafræði 1982 um keltneska húsgerð sem er að finna á Íslandi. Var kennari í náttúrufræði og sagnfræði við Norræna lýðháskólann í Kungelv um 5 ára skeið. Var flensari í Hvalstöðinni í Hvalfirði í 7 vetríðir, og vann við fornleifarannsóknir á vegum Þjóðminjasafns. Var blaðamaður á Vísi og hefur starfað sem fréttamaður í erlendum fréttum á Fréttastofu Útvarps frá árinu 1986.  Hefur gert vítæka rannsókn frásögum um óþekkt dýr í vötunum og sjó á Íslandi og safnað skrímslasögum hvaðan að á landinu. Rannsóknin er lögð til grundvallar skrímslasafni sem verið er að koma upp á Bíldudal og vandaðri fræðibók um skrímslin sem unnið er að útgáfu á. Hefur kannað keltnesk áhrif í íslenskri menningu  um keltnesk orð í íslensku og keltnesk örnefni á Íslandi og flutt um það fjölda fyrirlestra sem hvar vetna hafa vakið mikla athygli.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |