Stjórnun ágreinings 2. apríl kl. 8.30-12.30

Mikilvægi þess að rætt saman um ágreining eða spennu á vinnustað fer vaxandi þar sem fundum fer fjölgandi og hópstarf er orðið algengara. Það er nokkur kúnst að geta rætt erfið mál og stýrt umræðum í átt að því sem mestu máli skiptir. Oftast tekst það ágætlega en oft mætti ganga betur. Ágreiningur er óhjákvæmilegur hluti af samstarfi og það er hvorki æskilegt né hægt að koma í veg fyrir hann. Það sem er erfitt er oft og tíðum ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur það hvernig unnið er úr honum þ.e. meðhöndlun ágreiningsins. Ef vel er að málum staðið eru mismunandi skoðanir uppspretta nýrra hugmynda og framþróunar. 

Rannsóknir sýna að með einföldum aðferðum má stórauka árangur umræðna og bæta ákvarðanir. Dæmi um einfalt atriði sem eykur gæði umræðunnar er að sá sem leiðir hana haldi aftur af sínum skoðunum á meðan á umræðunum stendur. 

Stuðst er við fræðilegan grunn m.a. frá The Five Dysfunctions of a Team eftir Patrick Lencione, What You Don‘t Know About Decision Making eftir David A. Garvin og Michael A. Roberto og Crucial Conversations eftir Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler.

Námskeiði hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna færni í að stýra umræðum á fundum og vinna úr ágreiningi á árangursríkan hátt.

 

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

 • Ágreiningur á vinnustað
 • Mismunandi tegundir ágreinings
 • Að ræða mál á fundum
 • Að leysa ágreining á uppbyggilegan hátt 

Ávinningur:

 • Betri fundir
 • Meiri árangur í hópstarfi
 • Aukin færni í að leysa ágreining
 • Meiri starfsánægja 

Kennsluaðferðir:

 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Æfingar
 • Virk þátttaka 

Námskeiðsgjald: kr. 20.900


Leiðbeinandi: Eyþór EðvarðssonM.A. Vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.


Nánari upplýsingar og skráning á: thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is 


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |